Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kristinn bauð upp á veglegt jólahlaðborð á miðunum

Birting:

þann

Harðbakur EA 3, togari ÚA

Borðin svignuðu undan kræsingum í Harðbak EA 3, togara ÚA um síðustu helgi. Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumaður hafði undirbúið innkaup aðfanga vel og vandlega fyrir túrinn eins og venjulega, að þessu sinni þurfti þó að gera ráð fyrir veglegum litlu jólunum um borð eins og vera ber á sjálfri aðventunni.

Sérstakur jólamatseðill var útbúinn, rétt eins og á góðum veitingahúsum og undirstrikað var að ætlast væri til snyrtilegs klæðnaðar við borðhaldið, enda hátíð um borð.

Ekki var gert hlé á veiðum, efnt var til spurningaleika á milli vakta og vegleg verðlaun í boði.

Með fylgja myndir frá litlu jólunum, sem segja meira en mörg orð og við látum þær þess vegna tala sínu máli.

Harðbakur EA 3, togari ÚA

Kristinn Frímann Jakobsson matreiðslumaður / Gáttaþefur

Harðbakur EA 3, togari ÚA

Harðbakur EA 3, togari ÚA

Harðbakur EA 3, togari ÚA

Myndir: Kristinn Frímann Jakobsson / samherji.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið