Vertu memm

Bocuse d´Or

Bocuse d´Or: Ísland komst áfram – Sigurjón Bragi á leið til Lyon

Birting:

þann

Íslenska Bocuse d´Or teymið

Íslenska Bocuse d´Or teymið.
F.v. Guðmundur Halldór Bender, Hugi Rafn Stefánsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Sigurður Laufdal og Dagur Hrafn Rúnarsson

Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Evrópuforkeppni Bocuse d´Or við hátíðlega athöfn, en keppnin var haldin að þessu sinni í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Það voru 18 lönd sem tóku þátt í undankeppninni sem stóð yfir síðastliðna tvö daga. Tíu efstu sætin tryggja sæti í úrslitakeppnina, sem haldin verður í Lyon í Frakklandi á næsta ári 2023.

Úrslit urðu á þessa leið:

1. sæti – Danmörk – Keppandi: Brian Mark Hansen

2. sæti – Ungverjaland – Keppandi: Bence Dalnoki

3. sæti – Noregur – Keppandi: Filip August Bendi

4. sæti – Svíþjóð – Keppandi: Jimmi Eriksson

5. sæti – Ísland – Keppandi: Sigurjón Bragi Geirsson

6. sæti – Finnland – Keppandi: Johan Kurkela

7. sæti – Frakkland – Keppandi: Naïs Pirollet

8. sæti – Bretland – Keppandi: Ian Musgrave

9. sæti – Sviss – Keppandi: Christoph Hunziker

10. sæti – Belgía – Keppandi: Sam Van Houcke

Bocuse d´Or 2022

Frá vinstri: Ungverjaland 2. sæti, Danmörk 1. sæti og Noregur 3. sæti.
Mynd: facebook / Bocuse d´Or

Bocuse d´Or 2022 - Sigurjón Bragi Geirsson

Þá er það orðið ljóst að Sigurjón Bragi Geirsson kemur til með að keppa í hinni víðfrægu Bocuse d´Or sem haldin verður í Lyon í Frakklandi dagana 22. og 23. janúar 2023.

Innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Bocuse d´Or 2022 - Sigurjón Bragi Geirsson

Íslenska liðið fagnar góðum árangri.
Mynd: aðsend / Þráinn Freyr Vigfússon

Sérstök aukaverðlaun voru veitt:

Bocuse d´Or 2022

Besti aðstoðarmaðurinn: Svíþjóð, Tilda Nartensson.
Mynd: facebook / Bocuse d´Or

Bocuse d´Or 2022

Besti grænmetisrétturinn (kartöflu): Bretland.
Mynd: facebook / Bocuse d´Or

Bocuse d´Or 2022

Besti kjötrétturinn: Svíþjóð.
Mynd: facebook / Bocuse d´Or

Aðstoðarmaður Sigurjóns í Evrópukeppni Bocuse d´Or í Búdapest var Hugi Rafn Stefánsson og þeim til aðstoðar voru Dagur Hrafn Rúnarsson og Guðmundur Halldór Bender.

Þjálfari var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson.

Friðgeir Ingi Eiríksson dæmdi fyrir hönd Íslands.

Sjá einnig hér:

Sjáðu keppnisrétti Sigurjóns hér – Friðgeir Ingi dæmir í fyrsta sinn í Bocuse d´Or

Góður árangur Íslendinga í Bocuse d´Or

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti Íslenski keppandinn tók þátt árið 1999, en það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í efstu sætunum en besta árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 þar sem þeir hrepptu bronsverðlaunin.

Bocuse d‘Or fréttyfirlit hér.

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið