Vertu memm

Keppni

Ragnheiður Guðmundsdóttir | „… ég lít á þá alla sem frábæra bakara sem eiga þennan titil klárlega skilið“

Birting:

þann

Ragnheiður Guðmundsdóttir bakarameistari

Ragnheiður Guðmundsdóttir bakarameistari

Ragnheiður Guðmundsdóttir bakarameistari, mun taka þátt í keppninni Bakari ársins 2013, sem haldin verður dagana 27. – 28. september næstkomandi í húsnæði Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi.

Við forvitnuðumst aðeins um Ragnheiði, sem er 23 ára bakarameistari hjá Valgeirsbakarí í Reykjanesbæ.  Ragnheiður lærði fræðin sín hjá Sandholts Bakarí á tímabilinu 2007 til 2011. Í framhaldi fór hún svo í meistaraskólann og útskrifaðist þaðan í maí síðastliðinn.  Hún hefur starfað hjá Topp tertum og Brauðum, Gæðabakstri, Harðarbakarí á Akranesi og starfar nú eins og áður sagði sem bakarameistari hjá Valgeirsbakarí í Reykjanesbæ.

Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Ragnheiði varðandi undirbúning fyrir keppnina ofl.

Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona keppni?

Fyrst og fremst er það að reikna stærðir á uppskriftunum sem mig langar að nota og setja það upp í Word, svo fínstilli ég það smátt og smátt, ákveð jafnóðum hvað mig langar að gera. Svo auðvitað prófa ég nokkrar uppskriftir þegar ég æfi mig til þess að ákveða hvaða tegundir mig langar að gera og hvernig útfærslur.

Hver myndir þú telja að væri þinn helsti veikleiki og styrkur í keppninni?

Minn veikleiki er klárlega hraði, hef alltaf verið frekar hæg og veit alveg af því, en á móti því þá er ég rosalega vandvirk. Kannski of vandvirk stundum. Annars tel ég fátt annað vera veikleika, hef ekki mikla reynslu af kökum og skreytingum, svo að skrautstykkið gæti verið erfitt, en ef ég æfi mig nógu mikið þá ætti það ekki að vera vandamál.

Hver er þinn helsti keppninautur í keppninni?

Allir sem einn, við erum öll jöfn, ég lít á þá alla sem frábæra bakara sem eiga þennan titil klárlega skilið, lít ekki á einhvern einn sem keppinaut.

 

Myndir og texti: Smári

Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið