Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kringlukráin 25 ára | „Staðurinn er ekki í flugeldasýningum eða blása froðu um allt…“

Birting:

þann

Sóphus Sigþórsson og Sveinbjörn Friðjónsson

Sóphus Sigþórsson og Sveinbjörn Friðjónsson

Kringlukráin opnaði 1. mars árið 1989 í Borgarkringlunni svokölluðu og var það hópur af iðnaðarmönnum sem að hófu reksturinn. Nokkrum mánuðum seinna kaupir Sigþór Sigurjónsson framreiðslumeistari staðinn og hann tekur annan kúrs á staðinn og eykur vægi matar í sölunni og hefur það reynst mikið gæfuspor, því nú tók staðurinn við sér og í dag hefur hann skapað sér sérstakan sess í borgarlífi Reykjavíkur.

Sigþór rak staðinn til dauðadags, en hann lést fyrir rúmum 3 árum og við rekstrinum tók sonur hans Sóphus Sigþórsson og rekur enn.

Í tilefni þessara tímamóta blés staðurinn til hátíðar og var með tilboð á vinsælustu réttum frá upphafi og bauð upp á ball föstudagskvöld og laugardagskvöld með Deildarbungubræðrum og var frítt inn þá helgi.

 

Ég brá mér inn í hádeginu á laugardeginum og á móti mér tók Sveinbjörn Friðjónsson rekstrastjóri og Sóphus eigandi, tylltum við okkur niður á eitt borðið og tókum tal saman og auðvitað bar Sigþór á góma því Sóphus er jú sonur hans, en ég og Sveinbjörn unnum mikið með Sigþóri á Hótel Sögu í denn.

Svo var komið að sjálfu erindinu en það var að smakka á vinsælustu réttum kráarinnar og setti Sveinbjörn þá upp svuntu og lá við að ég hjálpaði honum með það, því það er örugglega svo langt síðan hún fór upp.

Svo komu herlegheitin og fyrst var:

Fiskisúpa full af sjávarfangi

Fiskisúpa full af sjávarfangi

Hún var það svo sannarlega, gott fiskbragð en milt og fiskurinn passlega eldaður.

Gúllassúpa hússins sterk og matarmikil

Gúllassúpa hússins sterk og matarmikil

Mjög kröftugt bragð, mikið af kjöti, ungverjar myndu ekki skammast sín fyrir hana.

Pönnusteikt Rauðspretta með rækjum og ostasósu

Pönnusteikt Rauðspretta með rækjum og ostasósu

Mildur og góður réttur, eina sem ég saknaði var að það var engin steikarhúð á fiskinum.

Djúpsteiktur camenbert með papriku og rifsberjahlaupi

Djúpsteiktur camenbert með papriku og rifsberjahlaupi

Klassík sem klikkar aldrei.

Ekta Súkkulaðikaka hússins

Ekta Súkkulaðikaka hússins

Hún var svo sannarlega ekta, mig langar bara í meira við að skrifa þetta

Smákökur

Smákökur

Alveg eins og amma hefði gert

Staðurinn er ekki í neinum flugeldasýningum eða blása froðu um allt, heldur er í klassískum stíl með velútilátna skammta, þar sem mikið er lagt upp úr að laga matinn frá grunni á staðnum og næst þá betri stöðuleiki í honum, einnig er starfsmannavelta lág sem segir að þetta er staður sem hugsar um starfsfólkið sitt.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið