Vertu memm

Uppskriftir

Veistu hvernig á að gera carbonara rétt? Michelin kokkar sýna þér réttu handtökin – Vídeó

Birting:

þann

Carbonara - Magnus Nilsson, Carlo Mirarchi, Heinz Beck, Luciano Monosilio

Þessi klassíski rómverski pastaréttur samanstendur af aðeins fjórum hráefnum – eggi, osti, svínakjöti og svörtum pipar, en hann hefur stöðugt verið bætt við með rjóma, sveppum svo fátt eitt sé nefnt.

Ekta uppskriftin kallar á feitari „guanciale“ úr svínakjálka og „pecorino“ (sauðfjármjólk) osti.

Hér eru fjórir Michelin-stjörnukokkar sem sýna þér nákvæmlega hvernig á að búa til carbonara.

 

Samsett mynd: skjáskot úr myndböndum

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Uppskriftir

Hrognakæfa

Birting:

þann

Hrognakæfa - Þorskhrogn

Þorskhrogn

Hrognakæfa

500 g þorskhrogn
2 msk. bráðið smjör
2 egg
2 msk. kartöflumjöl
salt, paprika
graslaukur eöa blaðlaukur

Aðferð:

Byrjið á því að sjóða hrognin í saltvatni. Færið þau upp úr pottinum og láti þau kólna. Losið svo hrognin úr pokanum sem heldur þeim saman og fjarlægið æðar og himnur. Hrærið svo fínt saxaðan graslauk eða blaðlauk saman við hrognin ásamt smjörinu. Kryddið hræruna með paprikudufti og örlitlu af salti ef með þarf. Hellið svo hrærunni í eldfast fat sem áður hefur verið smurt að innan.

Stingið fatinu eða mótinu inn í 175° heitan ofn og bakið hrognakæfuna í 45 mín.

Látið kæfuna kólna og þar með er þessi réttur tilbúinn.

Sósa

Ef hrognakæfan er höfð sem forréttur þá má búa til góða sósu úr sýrðum rjóma.

Það sem þarf er:

1 box sýrður rjómi
l msk. sítrónusafi
4 msk. sýrðar agúrkur, fínt saxaðar
hvítur pipar, nokkur korn

Aðferð:

Þessu er öllu blandað saman.

Uppskrift þessi var birt í Dagblaðinu 28. janúar 1984

Mynd: úr safni

Lesa meira

Uppskriftir

Bananabrauð – Uppskrift

Birting:

þann

Bananabrauð

Bananabrauð

Tvö bananabrauð

3 egg
3 bananar ( vel þroskaðir )
90 gr smjör ( ég nota íslenskt smjör )
3 dl strásykur
5 dl hveiti
1 tsk vanilludropar
1/3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft

Stífþeyttið eggin og sykurinn. Bræðið smjörið (þarf ekki að vera heitt), setjið mjólkina og vanillu út í.

Bananabrauð

Merjið bananana með gaffli.

Blandið hveitinu og lyftiduftinu saman og hrærið því rólega saman við stífþeyttu eggin og sykurinn með t.d. sleif og bætið bananamaukinu þar út í. Hellið smjörinu-, vanillu,- og mjólkurblöndunni rólega út í og hrærið með sleif.

Bananabrauð

Hellið í form og bakið í ofni við 180c með blæstri í ca. 45-50 mínútur.

Bananabrauð

Til að athuga hvort brauðið sé tilbúið, stingið þá prjóni eða mjóum hníf í brauðið. Ef hann kemur hreinn út, þá er bananabrauðið tilbúið.

Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Myndir: Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður /Veitingageirinn.is

Lesa meira

Uppskriftir

Að borða hollt þarf ekki að vera leiðinlegt – Vídeó

Birting:

þann

Michelin salöt

Jólakílóin hafa örugglega kikkað inn hjá mörgum yfir hátíðirnar og margir hverjir leita nú að hollari mat á nýju ári.

Í eftirfarandi myndböndum má sjá Michelin kokka útbúa girnileg salöt sem ættu að smellpassa fyrir léttari máltíðir.

Fyrst er það Íslandsvinurinn Gordon Ramsay með hið fræga Sesar salatið:

Því næst er það Richard Davies með krabbasalat:

Mauro Colagreco kemur hér með einfalt og þægilegt laxasalat:

Aðeins flóknari salat en gengur og gerist, en hér sýnir Simon Hulstone salat með reyktri dúfu ofl:

Svo er það meistarinn Massimo Bottura en hann tekur þó nokkuð tvist á Sesar salatið, eða á maður að kalla þetta Sesar salat?

Marco Pierre White sýnir hér fræga eplasalatið Waldorf salat:

José Andrés með djúsí tómatsalat:

Michael Nizzero með skemmtilegt salat með asísku þema:

Svo að lokum er það aftur Gordon Ramsay og þá með dóttur sinni Holly Ramsay, en þar sýna þau kjúklingasalat með kjúklingabaunum, feta osti og vatnsmelónu:

Mynd: skjáskot úr myndböndum

Lesa meira

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið