Vertu memm

Keppni

Úrslitakeppnin Kokkur ársins 2022 – Þórir: „.. reikna má með að keppnin á morgun laugardag verði hrikaleg“

Birting:

þann

Kokkur ársins 2019

Það var Sigurjón Bragi Geirsson sem hreppti titilinn Kokkur ársins 2019. Rúnar Pierre Heriveaux í öðru sæti og Iðunn Sigurðardóttir í þriðja sæti.

Keppnin Kokkur ársins 2022 fer fram í Ikea á morgun laugardaginn 30. apríl. Eftir æsispennandi forkeppni sem fór fram í gær fimmtudaginn 28. apríl, sjá nánar hér, komust fimm matreiðslumenn áfram í lokakeppnina.

Úrslitakeppnin hefst kl. 11:00 í sérútbúnum keppniseldhúsum sem komið hefur verið fyrir á sjálfsafgreiðslulager Ikea.

„Forkeppnin var æsispennandi og reikna má með að keppnin á morgun laugardag verði hrikaleg.“

Segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara. Gæði allra keppendanna sem tóku þátt í forkeppninni var slík að varla mátti á milli sjá hverjir myndu komast áfram sagði Þórir einnig.

Dregið hefur verið um í hvaða eldhúsi menn keppa í á morgun og er röðin hér að neðan sú röð sem menn keppa í. Fyrsti keppandi byrjar að elda kl. 11:00 sá næsti fimm mínútum síðar og svo koll af kolli.

Sama er upp á teningnum þegar keppendur skila fyrsta rétti, en eldhús 1 skilar kl. 16:00 og svo næsti fimm mínútum síðar.

Verðlaunaafhending verður svo klukkan 19:00

Eldhús 1. Rúnar Henriveaux, Veitingahúsinu OX
Eldhús 2. Gabríel Kristinn Bjarnason, Héðinn Restaurant
Eldhús 3. Hugi Rafn Stefánsson, keppandi í Bocuse d’or
Eldhús 4. Ísak Aron Jóhannsson, Lux veitingar
Eldhús 5. Kristinn Gísli Jónsson, Speilsalen Hotel Britannia Þrándheimi

Áhorfendum og viðskiptavinir Ikea sem eiga leið fram hjá keppniseldhúsunum á laugardaginn eftir að matreiðslumennirnir byrja að skila af sér réttum geta dottið í lukkupottinn og fengið að smakka af réttum meistaranna.

Mynd: aðsend

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið