Keppni
Úrslit í norrænu nemakeppninni í matreiðslu og framreiðslu 2024 – Íslensku framreiðslunemarnir í 3. sæti
Seinni keppnisdagur fór fram í dag í norrænu nemakeppninni í matreiðslu og framreiðslu, en hún er haldin að þessu sinni í Helsinki.
Dagurinn byrjaði snemma þar sem keppendur fengu að sjá hráefnið í leyni körfunni „mystery basket“. Bæði liðin fengu 10 mínútur til að útbúa matseðil og velja með honum vín við hæfi á vínseðilinn.
Fyrsti réttur átti að innihalda fisk sem oftast er kallaður „white fish“ eða „Siika“ og svo átti 60% af réttinum að vera vegan meðlæti.
Annar réttur var grænmetisréttur þar sem nota átti grænan aspars.
Þriðji rétturinn sem var aðalrétturinn sem átti að innihalda vor kjúkling „spring chicken“.
Fjórða rétt sáu þjónarnir svo um, en þar var í boði úrval af finnskum ostum, kex og apríkósu sultu.
Seinasti rétturinn var svo hin klassíski Crépes suzette eða eldsteiktar pönnukökur.
Dagurinn heppnaðist vel og keppendur vor sáttir með sitt framlag í dag og reynsluna sem þeir taka með sé heim úr þessari keppni.
Í kvöld fór fram hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Töölö þar sem úrslitin voru kynnt.
Eins og áður sagði, þá stóðu bæði liðin sig frábærlega vel og komust framreiðslunemarnir á verðlaunapall og enduðu í 3. sæti.
Árangur sem íslenska liðið getur verið stolt af.
Úrslitin urðu á þessa leið:
Framreiðsla
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Ísland
Matreiðsla
1. sæti – Finnland
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Noregur
Keppendur í framreiðslu eru Elvar Halldór Hróar Sigurðsson nemi á veitingastaðnum OTO og Daníel Árni Sverrisson nemi á veitingastaðnum Monkeys og keppendur í matreiðslu eru Andrés Björgvinsson og Óðinn Birgisson báðir nemar á Grand Hótel Reykjavík
Þjálfari framreiðslunemana er Axel Árni Herbertsson og þjálfari matreiðslunema er Gabríel Kristinn Bjarnason.
Myndir: aðsendar

-
Keppni1 dagur síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni2 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Bartenders’ Choice Awards 2025: Ísland með glæsilega fulltrúa á verðlaunalistanum