Markaðurinn
Uppskrift – Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með ostinum. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.
Fyrir 4
4 hamborgarar
4 hamborgarabrauð
Salat
Tómatar
Súrar gúrkur
Köld hvítlaukssósa
Goðdala Reykir
Sultaður rauðlaukur:
2 stórir rauðlaukar
1 msk ólífuolía
2 msk púðursykur
1 msk rauðvínsedik
1 msk balsamikedik
1 tsk sojasósa
Aðferð:
- Gerið sultaðan rauðlauk: Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til mýkist. Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og orðið eins og sulta.
- Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
- Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt1 dagur síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?