Markaðurinn
Uppskrift – Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með ostinum. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.
Fyrir 4
4 hamborgarar
4 hamborgarabrauð
Salat
Tómatar
Súrar gúrkur
Köld hvítlaukssósa
Goðdala Reykir
Sultaður rauðlaukur:
2 stórir rauðlaukar
1 msk ólífuolía
2 msk púðursykur
1 msk rauðvínsedik
1 msk balsamikedik
1 tsk sojasósa
Aðferð:
- Gerið sultaðan rauðlauk: Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til mýkist. Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og orðið eins og sulta.
- Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
- Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum