Markaðurinn
Uppskrift – Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með ostinum. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.
Fyrir 4
4 hamborgarar
4 hamborgarabrauð
Salat
Tómatar
Súrar gúrkur
Köld hvítlaukssósa
Goðdala Reykir
Sultaður rauðlaukur:
2 stórir rauðlaukar
1 msk ólífuolía
2 msk púðursykur
1 msk rauðvínsedik
1 msk balsamikedik
1 tsk sojasósa
Aðferð:
- Gerið sultaðan rauðlauk: Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til mýkist. Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og orðið eins og sulta.
- Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
- Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður







