Vertu memm

Markaðurinn

Uppskrift – Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu

Birting:

þann

Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu

Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með ostinum. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.

Fyrir 4

4 hamborgarar

4 hamborgarabrauð

Salat

Tómatar

Súrar gúrkur

Köld hvítlaukssósa

Goðdala Reykir

Sultaður rauðlaukur:

 2 stórir rauðlaukar

1 msk ólífuolía

2 msk púðursykur

1 msk rauðvínsedik

Auglýsingapláss

1 msk balsamikedik

1 tsk sojasósa

Aðferð:

  1. Gerið sultaðan rauðlauk: Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til mýkist. Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og orðið eins og sulta.
  2. Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
  3. Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!

Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið