Markaðurinn
Uppskrift – Lúxusborgarar með Reyki, sultuðum rauðlauk og hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni dúndur samsetning. Það er einstaklega gott að setja ostinn Reyki með mildu reykbragði á hamborgara og sultaði rauðlaukurinn passar mjög vel með ostinum. Hvítlaukssósan bindur þetta svo allt saman.
Fyrir 4
4 hamborgarar
4 hamborgarabrauð
Salat
Tómatar
Súrar gúrkur
Köld hvítlaukssósa
Goðdala Reykir
Sultaður rauðlaukur:
2 stórir rauðlaukar
1 msk ólífuolía
2 msk púðursykur
1 msk rauðvínsedik
1 msk balsamikedik
1 tsk sojasósa
Aðferð:
- Gerið sultaðan rauðlauk: Sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og steikið í ólífuolíu í litlum potti þar til mýkist. Setjið öll innihaldsefnin saman við og sjóðið við vægan hita í 15 mínútur þar til vökvinn hefur soðið niður og orðið eins og sulta.
- Grillið hamborgarana og setjið á þá vænar sneiðar af Goðdala Reyki og látið bráðna.
- Setjið hamborgana saman, með salati, tómötum, hvítlaukssósu, sultuðum rauðlauk og súrum gúrkum og njótið!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s