Frétt
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
Fimm árum eftir að fyrrverandi ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo, gerði breytingar á lágmarkslaunum en ekki fyrir starfsmenn í veitingageiranum, hafa nokkrir löggjafar ríkisins lagt fram frumvarp til að leiðrétta það.
Frumvarpið krefst þess að atvinnurekendur í New York borgi starfsmönnum sínum lágmarkslaun og þjórfé bætist síðan ofan á, sem myndi afnema núverandi kerfi.
Samkvæmt núgildandi lögum geta veitingahúsaeigendur í New York borg dregið frá $5,15-$5,50 á klukkustund í þjórfé (fer eftir staðsetningu), á meðan aðrir atvinnurekendur geta aðeins dregið frá $2,60-$2,75 á klukkustund. Fyrir valda starfsmenn eins og hárgreiðslufólk og dyraverði verður lágmarks-launakerfið afnumið fyrir 31. desember 2025, en starfsmenn veitingageirans eru ekki inni í þeim samning.
Samtökin One Fair Wage segja að frumvarpið myndi gagnast hundruðum þúsunda starfsmanna um allt ríkið með því að tryggja sanngjörn laun, draga úr ósamræmi í þjórfé og takast á við mismunun sem hefur óhófleg áhrif á konur og litaða starfsmenn, að því er fram kemur á fréttavefnum Reuters.
New York hefur íhugað að banna þjórfé síðan árið 2018.
„Við náðum árangri með breytingar á lágmarkslaununum, nema að starfsmenn veitingageirans hafa stöðugt verið skildir út úr því ferli,“
sagði þingkonan, Jessica González-Rojas við kynningu frumvarpsins í síðustu viku.
Nú hafa sjö ríki bannað þjórfé: Alaska, Kalifornía, Minnesota, Montana, Nevada, Oregon og Washington, auk einstakra borga eins og Chicago, sem samþykkti breytingar á lágmarkslaunum í október 2023.
Mynd: úr myndasafni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Food & fun2 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur