Vertu memm

Uppskriftir

Stökkustu kjúklingalærin elduð í ofni

Birting:

þann

Stökk kjúklingalæri - Elduð í ofni

Númer eitt tvö og þrjú er að þerra allan vökva vel af lærunum

Það er smá kúnst að ná kjúklingi stökkum í ofni.  Minn lang uppáhalds partur af kjúklingnum er úrbeinuðu lærin.  Þau eru svo djúsí og verða sjaldan þurr.  Ég er búin að stúdera hvernig er best að gera þau í ofni þannig að þau verði stökk að utan og safarík að innan og langar að deila því með ykkur.

Númer eitt tvö og þrjú er að þerra allan vökva vel af lærunum.

Veisluþjónusta

Ég legg þau á eldhúspappír og leyfi þeim að dóla þar alveg í góðan tíma. Sný þeim svo við og þerra vel báðum megin. Svo raða ég þeim á ofnskúffu með smjörpappír á.

Hita ofninn upp í 220°c.

Pensla þurru lærin með ólífuolíu og krydda með hvítlauk, papriku, oregano, salti og pipar. Mér finnst það frábær blanda til að setja á kjúkling. Svo elda ég lærin inni í rjúkandi heitum ofninum í 35 mínútur án þess að snúa honum eða opna ofninn. Einfalt og sjúklega gott.

Stökk kjúklingalæri - Elduð í ofni

Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið