Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Slippurinn opnar krúttlegan matarvagn

Birting:

þann

Slippurinn opnar krúttlegan matarvagn

Auðunn Arnar Stefnisson við nýja matarvagninn

Nýr matarvagn hefur verið opnaður í Vestmannaeyjum sem heitir Slippurinn og er það fjölskyldan á bak við Slippinn sem eru rekstraraðilar.

„Litli dúllu matarvagninn okkar opnaði í dag sem elsku pabbi er búinn að vera gera upp til hliðar við strandveiðarnar sem hófust í byrjun maí. Það er frekar einstakt að vagninn opnar á sjálfri sjómannadagshelginni.“

Segir í tilkynningu frá Slippnum.

Á boðstólnum eru þorskvængir, fisk og franskar og sósur með, og allt gert frá grunni af ást og alúð, eins og þeim einum er lagið. Þegar komið er meiri reynsla á vagninn, þá má vænta fleiri rétti á matseðilinn.

Vagninn verður staðsettur á Vigtartorginu í sumar og kokkurinn Mario mun standa vaktina og taka á móti fólki með bros á vör.

Myndir: facebook / Slippurinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið