Vertu memm

Bocuse d´Or

Sigurjón Bragi keppir í dag í Bocuse d‘Or Europe 2022 – Bein útsending

Birting:

þann

Íslenska Bocuse d´Or teymið

Íslenska Bocuse d´Or teymið.
F.v. Guðmundur Halldór Bender, Hugi Rafn Stefánsson, Sigurjón Bragi Geirsson, Sigurður Laufdal og Dagur Hrafn Rúnarsson

Sigurjón Bragi keppir í dag fyrir Íslands hönd í undankeppni Bocuse d‘Or Europe 2022 sem haldin er í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Keppnin fer fram í dag og á morgun og verða úrslit kynnt seinni partinn á morgun.

Það eru 18 lönd sem keppa næstu tvö daga og 10 efstu komast í úrslitakeppnina, sem haldin er í Lyon í Frakklandi á næsta ári 2023.

Bocuse d‘Or Europe 2022

Íslenska Bocuse d´Or teymið:

Sigurjón Bragi Geirsson, Bocuse d‘Or kandídat
Hugi Rafn Stefánsson, „Commis“ aðstoðarmaður Sigurjóns í keppniseldhúsinu
Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, þjálfari
Friðgeir Ingi Eiríksson dæmir fyrir hönd Íslands
Dagur Hrafn Rúnarsson, aðstoðarmaður
Guðmundur Halldór Bender, aðstoðarmaður

Strákarnir eru með snapchat veitingageirans og hægt er að horfa á félagana á bakvið tjöldin á aðganginum: veitingageirinn

Hægt er að horfa á keppnina í beinni hér.

Bocuse d‘Or Europe 2022 - Sigurjón Bragi

Sigurjón Bragi í keppninni.
Skjáskot úr beinu útsendingunni

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið