Vertu memm

Keppni

Rúnar Pierre hreppti þriðja sætið í keppni um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna – Þórir er nýr forseti Norðurlandasamtakanna

Birting:

þann

Fv. Siriyaporn Rithisirikrerg, Michael Nørtoft og Rúnar Pierre Heriveaux

Fv. Siriyaporn Rithisirikrerg, Michael Nørtoft og Rúnar Pierre Heriveaux

Um síðastliðna helgi voru haldnar keppnirnar um Matreiðslumann Norðurlandanna, Ungkokk Norðurlandanna, Grænkerakokk Norðurlandanna og Framreiðslumaður Norðurlandanna og samhliða var haldið þing Norðurlandasamtaka matreiðslumanna.

Keppnirnar og þingið fór fram í Hell í Noregi.

„Bjarki og María stóðu sig frábærlega….“

Á fimmtudag var keppt um „Nordic Green Chef“. En sú keppni er parakeppni þar sem tveir matreiðslumenn vinna saman og annar keppandinn má ekki vera orðinn 23 ára á keppnisdegi. Yngri keppandinn getur bæði verið lærður matreiðslumaður eða nemi.

María Ósk Steinsdóttir matreiðslunemi og Bjarki Snær Þorsteinsson matreiðslumaður

María Ósk Steinsdóttir matreiðslunemi og Bjarki Snær Þorsteinsson matreiðslumaður

Keppendur fyrir Íslands hönd í keppninni „Nordic Green Chef“ að þessu sinni voru Bjarki Snær Þorsteinsson matreiðslumaður og María Ósk Steinsdóttir matreiðslunemi.

„Bjarki og María stóðu sig frábærlega þrátt fyrir að vera að keppa í fyrsta skipti og verður gaman að fylgjast með þeim í fleiri matreiðslukeppnum á næstu árum“

sagði Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara, en hann var staddur með hópnum í Hell í Noregi þar sem keppnin fór fram.

Veisluþjónusta - Banner

„Guðmundur á framtíðina fyrir sér í keppnismatreiðslu…“

Á föstudag fór fram keppnin um „Nordic Young Chef“ en þar keppti Guðmundur Halldór Bender fyrir hönd Íslands, en Gabríel Kristinn Bjarnason vann þá keppni fyrir ári síðan þegar keppnin var haldin í Danmörku.

Sjá einnig:  Besti heildar árangur Íslands til þessa

Guðmundur er nýútskrifaður matreiðslumaður og stóð hann sig líka frábærlega þó að það dyggði ekki til að komast á pall.

„Guðmundur á framtíðina fyrir sér í keppnismatreiðslu og það verður spennandi að sjá hvaða keppni hann tekur þátt í næst“.

sagði Þórir Erlingsson.

Matreiðslumaður-, og Framreiðslumaður Norðurlanda

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir

Á laugardag fóru fram tvær keppnir, „Nordic Chef of the Year“ og „Nordic Waiter of the Year. Rúnar Pierre Heriveaux yfirmatreiðslumaður á ÓX restaurant keppti um titilinn matreiðslumaður Norðurlandanna og Andrea Ylfa Guðrúnardóttir veitingastjóri á veitingastaðnum OTO keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandanna.

Sjá einnig: Stífar æfingar hjá Andreu fyrir framreiðslukeppni í Helvíti

Rúnar Pierre Heriveaux

Rúnar Pierre Heriveaux

Rúnar matreiddi þriggja rétta matseðil þar sem humar og lúða voru aðalhráefnin í forréttinum, en kjúklingur og blómkál í aðalréttinum. Maturinn heppnaðist stórvel og skilaði Rúnari í 3. sætið. Andrea framreiddi svo matinn hans Rúnars ásamt því að bæta við ostadiski ásamt vínpörun.

Réttirnir hjá Rúnari Pierre:

Þórir Erlingsson forseti Klúbbs mateiðslumeistara segir að það séu mikil forréttindi að fá að fylgja þessu mikla fagfólki í keppnir sem þessar. Að venju standa Íslenskir matreiðslumenn sig frábærlega og leggja allt í sölurnar til að vera sú eða sá besti á Norðurlöndunum.

„Enn og aftur sýnum við hversu framarlega Íslenskir matreiðslumenn eru,“

sagði Þórir að lokum.

Á þinginu var kosinn nýr forseti Norðurlandasamtakanna og voru tveir frambjóðendur; Marcus Hallgren frá Svíþjóð og Þórir Erlingson. Þórir var kosinn nýr forseti Norðurlandasamtakanna.

Niðurstöður úr öllum keppnum.

Nordic Green Chef
1. Nils Flatmark, Sindre Hjelmseth, Noregi
2. Karl Emil Van Ingen, Michael Nörtoft, Danmörku
3. Carl Böhrens , Tobias Lundgren, Svíþjóð

Nordic Junior Chef
1. Håvard Onsøyen, Noregi
2. Karl Emil Van Ingen, Danmörku
3. Jakob Persson, Svíþjóð

Nordic Waiter
1. Dennis Stal Blok Danmörku
2. Joonas Heino, Finlandi
3. Magne Gaut, Noregi

Nordic Senior Chef
1. Michael Nørtoft, Danmörku
2. Siriyaporn Rithisirikrerg, Noregur
3. Runar Pierre Heriveaux, Ísland

Over all Winner
Norway Junior – Håvard Onsøyen

Til gamans má geta þess að þrír heiðursfélagar Klúbbs Matreiðslumeistara hittust á þinginu:

Sjá einnig: Það voru miklir fagnaðarfundir hjá þremur heiðursfélögum KM

Myndir: facebook / Kokkalandsliðið / Brynja Kristinsdóttir Thorlacius

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið