Uppskriftir
Plokksfisklasagna með fersku spínati
Fyrir 4-6
Hráefni:
800 g ný ýsuflök
2 stk. laukur
4 geirar hvítlaukur
100 g smjör
1 stk. sæt kartafla
2 stk. íslenskar gulrætur
½ stk. rautt chili
1 stilkur sellerí
4 kvistar ferskt timjan
1 tsk. karrí
1 tsk. kóríander
3 msk. spelt
100 ml kókosmjólk
Salt og hvítur pipar eftir smekk.
6 stk. íslenskir tómatar
1 box ferskt spínat
8 stk. spínat-lasagnablöð
1 bolli rifinn gouda-ostur
50 g rifinn parmesan-ostur
Aðferð:
Ýsan beinhreinsuð og forsoðin í saltvatni í 2 mín. Kartaflan skorin í teninga og forsoðin í saltvatni þar til hún er orðin mjúk. Fínt saxaður laukur, hvítlaukur, chili, sellerí og gulrætur brúnað í smjöri, karrí og kóríanderdufti hrært saman við ásamt soðnu kartöfluteningunum.
Spelti stráð yfir til að þykkja. Kókosmjólk bætt út í pottinn og fiskinum hrært saman við. Kryddað með salti og pipar.
Tómatar skornir í sneiðar og raðað ásamt plokkfisknum, spínatinu og lasagnablöðunum lagskipt í eldfast form, osti stráð yfir og bakað í ofni við 180° C í 20 mín.
Höfundur: Steinn Óskar Sigurðsson – Birt í fréttablaðinu árið 2008.
Mynd af spínati: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla