Uppskriftir
Plokksfisklasagna með fersku spínati
Fyrir 4-6
Hráefni:
800 g ný ýsuflök
2 stk. laukur
4 geirar hvítlaukur
100 g smjör
1 stk. sæt kartafla
2 stk. íslenskar gulrætur
½ stk. rautt chili
1 stilkur sellerí
4 kvistar ferskt timjan
1 tsk. karrí
1 tsk. kóríander
3 msk. spelt
100 ml kókosmjólk
Salt og hvítur pipar eftir smekk.
6 stk. íslenskir tómatar
1 box ferskt spínat
8 stk. spínat-lasagnablöð
1 bolli rifinn gouda-ostur
50 g rifinn parmesan-ostur
Aðferð:
Ýsan beinhreinsuð og forsoðin í saltvatni í 2 mín. Kartaflan skorin í teninga og forsoðin í saltvatni þar til hún er orðin mjúk. Fínt saxaður laukur, hvítlaukur, chili, sellerí og gulrætur brúnað í smjöri, karrí og kóríanderdufti hrært saman við ásamt soðnu kartöfluteningunum.
Spelti stráð yfir til að þykkja. Kókosmjólk bætt út í pottinn og fiskinum hrært saman við. Kryddað með salti og pipar.
Tómatar skornir í sneiðar og raðað ásamt plokkfisknum, spínatinu og lasagnablöðunum lagskipt í eldfast form, osti stráð yfir og bakað í ofni við 180° C í 20 mín.
Höfundur: Steinn Óskar Sigurðsson – Birt í fréttablaðinu árið 2008.
Mynd af spínati: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar16 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







