Uppskriftir
Plokksfisklasagna með fersku spínati
Fyrir 4-6
Hráefni:
800 g ný ýsuflök
2 stk. laukur
4 geirar hvítlaukur
100 g smjör
1 stk. sæt kartafla
2 stk. íslenskar gulrætur
½ stk. rautt chili
1 stilkur sellerí
4 kvistar ferskt timjan
1 tsk. karrí
1 tsk. kóríander
3 msk. spelt
100 ml kókosmjólk
Salt og hvítur pipar eftir smekk.
6 stk. íslenskir tómatar
1 box ferskt spínat
8 stk. spínat-lasagnablöð
1 bolli rifinn gouda-ostur
50 g rifinn parmesan-ostur
Aðferð:
Ýsan beinhreinsuð og forsoðin í saltvatni í 2 mín. Kartaflan skorin í teninga og forsoðin í saltvatni þar til hún er orðin mjúk. Fínt saxaður laukur, hvítlaukur, chili, sellerí og gulrætur brúnað í smjöri, karrí og kóríanderdufti hrært saman við ásamt soðnu kartöfluteningunum.
Spelti stráð yfir til að þykkja. Kókosmjólk bætt út í pottinn og fiskinum hrært saman við. Kryddað með salti og pipar.
Tómatar skornir í sneiðar og raðað ásamt plokkfisknum, spínatinu og lasagnablöðunum lagskipt í eldfast form, osti stráð yfir og bakað í ofni við 180° C í 20 mín.
Höfundur: Steinn Óskar Sigurðsson – Birt í fréttablaðinu árið 2008.
Mynd af spínati: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







