Vertu memm

Uppskriftir

Piparkökur

Birting:

þann

Piparkökur

Innihald:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
375 gr sýróp
6 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kakó
1 tsk engifer
1 tsk pipar (hvítur)
1 egg

Piparkökur

Aðferð:
Ef leyfa á ungum börnum að hnoða, er þægilegt að blanda öllu saman í skál og setja þurrefnin fyrst.
Einnig má hnoða í hrærivél eða nota gömlu góðu aðferðina og blanda öllum þurrefnum saman og búa til hól á borðinu. Mylja síðan smjörlíkið saman við, bæta sírópinu við og hnoða vel saman við þurrefnin. Bætið við meira hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt (ca. 30 gr).

Piparkökur

Fletjið deigið þunnt út og skerið út. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið við 175 gráður í 10 til 12 mínútur. Sum piparkökudeig þurfa að standa í kæli marga tíma áður en þau eru notuð en þetta deig má baka strax.

Skraut:
Það er gaman að skreyta piparkökurnar t.d. með glassúr. Hægt er að kaupa tilbúna liti í túpum en einnig
er mjög auðvelt að búa þá til sjálfur. Flórsykri og vatni er hrært vel saman og skipt í nokkrar skálar. Matarlit er svo blandað saman við í lokin til að fá skemmtilega liti. Nota má ýmsar aðferðir til að setja glassúrinn á piparkökurnar. Hægt er að búa til kramarhús úr smjörpappír og einnig má nota pensil eða teskeið.

Uppskrift: www.grallarar.is

Myndir: Smári V. Sæbjörnsson/ Veitingageirinn.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið