Uppskriftir
Piparkökur
Innihald:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
375 gr sýróp
6 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kakó
1 tsk engifer
1 tsk pipar (hvítur)
1 egg
Aðferð:
Ef leyfa á ungum börnum að hnoða, er þægilegt að blanda öllu saman í skál og setja þurrefnin fyrst.
Einnig má hnoða í hrærivél eða nota gömlu góðu aðferðina og blanda öllum þurrefnum saman og búa til hól á borðinu. Mylja síðan smjörlíkið saman við, bæta sírópinu við og hnoða vel saman við þurrefnin. Bætið við meira hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt (ca. 30 gr).
Fletjið deigið þunnt út og skerið út. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið við 175 gráður í 10 til 12 mínútur. Sum piparkökudeig þurfa að standa í kæli marga tíma áður en þau eru notuð en þetta deig má baka strax.
Skraut:
Það er gaman að skreyta piparkökurnar t.d. með glassúr. Hægt er að kaupa tilbúna liti í túpum en einnig
er mjög auðvelt að búa þá til sjálfur. Flórsykri og vatni er hrært vel saman og skipt í nokkrar skálar. Matarlit er svo blandað saman við í lokin til að fá skemmtilega liti. Nota má ýmsar aðferðir til að setja glassúrinn á piparkökurnar. Hægt er að búa til kramarhús úr smjörpappír og einnig má nota pensil eða teskeið.
Uppskrift: www.grallarar.is
Myndir: Smári V. Sæbjörnsson/ Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast