Uppskriftir
Piparkökur
Innihald:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
375 gr sýróp
6 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kakó
1 tsk engifer
1 tsk pipar (hvítur)
1 egg
Aðferð:
Ef leyfa á ungum börnum að hnoða, er þægilegt að blanda öllu saman í skál og setja þurrefnin fyrst.
Einnig má hnoða í hrærivél eða nota gömlu góðu aðferðina og blanda öllum þurrefnum saman og búa til hól á borðinu. Mylja síðan smjörlíkið saman við, bæta sírópinu við og hnoða vel saman við þurrefnin. Bætið við meira hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt (ca. 30 gr).
Fletjið deigið þunnt út og skerið út. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið við 175 gráður í 10 til 12 mínútur. Sum piparkökudeig þurfa að standa í kæli marga tíma áður en þau eru notuð en þetta deig má baka strax.
Skraut:
Það er gaman að skreyta piparkökurnar t.d. með glassúr. Hægt er að kaupa tilbúna liti í túpum en einnig
er mjög auðvelt að búa þá til sjálfur. Flórsykri og vatni er hrært vel saman og skipt í nokkrar skálar. Matarlit er svo blandað saman við í lokin til að fá skemmtilega liti. Nota má ýmsar aðferðir til að setja glassúrinn á piparkökurnar. Hægt er að búa til kramarhús úr smjörpappír og einnig má nota pensil eða teskeið.
Uppskrift: www.grallarar.is
Myndir: Smári V. Sæbjörnsson/ Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








