Uppskriftir
Piparkökur
Innihald:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
375 gr sýróp
6 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kakó
1 tsk engifer
1 tsk pipar (hvítur)
1 egg
Aðferð:
Ef leyfa á ungum börnum að hnoða, er þægilegt að blanda öllu saman í skál og setja þurrefnin fyrst.
Einnig má hnoða í hrærivél eða nota gömlu góðu aðferðina og blanda öllum þurrefnum saman og búa til hól á borðinu. Mylja síðan smjörlíkið saman við, bæta sírópinu við og hnoða vel saman við þurrefnin. Bætið við meira hveiti ef ykkur þykir deigið of blautt (ca. 30 gr).
Fletjið deigið þunnt út og skerið út. Setjið á ofnplötu klædda bökunarpappír og bakið við 175 gráður í 10 til 12 mínútur. Sum piparkökudeig þurfa að standa í kæli marga tíma áður en þau eru notuð en þetta deig má baka strax.
Skraut:
Það er gaman að skreyta piparkökurnar t.d. með glassúr. Hægt er að kaupa tilbúna liti í túpum en einnig
er mjög auðvelt að búa þá til sjálfur. Flórsykri og vatni er hrært vel saman og skipt í nokkrar skálar. Matarlit er svo blandað saman við í lokin til að fá skemmtilega liti. Nota má ýmsar aðferðir til að setja glassúrinn á piparkökurnar. Hægt er að búa til kramarhús úr smjörpappír og einnig má nota pensil eða teskeið.
Uppskrift: www.grallarar.is
Myndir: Smári V. Sæbjörnsson/ Veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?