Markaðurinn
Ómótstæðileg kanilskúffukaka með mjúku kaffikremi
Hver elskar ekki skúffukökur?
Þessi er afar hjartahlýjandi og dásamleg með einstöku kanilbragði og örlitlum kaffikeim. Jógúrt gerir kökuna mjúka og bragðgóða en ef þið viljið enn meira kaffibragð mætti skipta því út fyrir Óskajógúrt með kaffi. Njótið vel.
Skúffukaka:
5 dl hveiti
4 dl sykur
1 tsk. kanill
2 msk. kakó
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
2 dósir Óskajógúrt með hnetum og karamellu
2 egg
2 dl mjólk
2 tsk. vanilluextrakt
150 g smjör, brætt
Á milli:
3 matskeiðar sykur
2 tsk. kanill
Krem:
250 g flórsykur
2 msk. kakó
75 gr brætt smjör
4-5 msk. heitt sterkt kaffi
1 tsk vanilluextrakt
Smá klípa sjávarsalt
Aðferð:
Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
Pískið saman jógúrti, eggjum, mjólk og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
Hellið helmingnum af deiginu í skúffukökuform , stráið kanilsykrinum á milli og breiðið svo restina af deiginu yfir.
Bakið í um það bil 25-30 mínútur eða þar til bakað í gegn.
Gerið kremið á meðan kakan er í ofninum. Pískið öllum hráefnum saman og bætið heitu kaffi smám saman út í þar til kremið er passlega þykkt.
Hellið kreminu yfir heita kökuna og látið standa í 15 mínútur áður en borin fram.
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?







