Vertu memm

Markaðurinn

Ómótstæðileg kanilskúffukaka með mjúku kaffikremi

Birting:

þann

Ómótstæðileg skúffukaka með mjúku kaffikremi

Hver elskar ekki skúffukökur?

Þessi er afar hjartahlýjandi og dásamleg með einstöku kanilbragði og örlitlum kaffikeim. Jógúrt gerir kökuna mjúka og bragðgóða en ef þið viljið enn meira kaffibragð mætti skipta því út fyrir Óskajógúrt með kaffi. Njótið vel.

Skúffukaka:

5 dl hveiti

4 dl sykur

1 tsk. kanill

2 msk. kakó

½ tsk. salt

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

2 dósir Óskajógúrt með hnetum og karamellu

2 egg

2 dl mjólk

2 tsk. vanilluextrakt

150 g smjör, brætt

Á milli:

3 matskeiðar sykur

2 tsk. kanill

Krem:

250 g flórsykur

2 msk. kakó

75 gr brætt smjör

4-5 msk. heitt sterkt kaffi

1 tsk vanilluextrakt

Smá klípa sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.

Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.

Pískið saman jógúrti, eggjum, mjólk og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.

Hellið helmingnum af deiginu  í skúffukökuform , stráið kanilsykrinum á milli og breiðið svo restina af deiginu yfir.

Bakið í um það bil 25-30 mínútur eða þar til bakað í gegn.

Gerið kremið á meðan kakan er í ofninum. Pískið öllum hráefnum saman og bætið heitu kaffi smám saman út í þar til kremið er passlega þykkt.

Hellið kreminu yfir heita kökuna og látið standa í 15 mínútur áður en borin fram.

Ómótstæðileg skúffukaka með mjúku kaffikremi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið