Markaðurinn
Ómótstæðileg kanilskúffukaka með mjúku kaffikremi
Hver elskar ekki skúffukökur?
Þessi er afar hjartahlýjandi og dásamleg með einstöku kanilbragði og örlitlum kaffikeim. Jógúrt gerir kökuna mjúka og bragðgóða en ef þið viljið enn meira kaffibragð mætti skipta því út fyrir Óskajógúrt með kaffi. Njótið vel.
Skúffukaka:
5 dl hveiti
4 dl sykur
1 tsk. kanill
2 msk. kakó
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
2 dósir Óskajógúrt með hnetum og karamellu
2 egg
2 dl mjólk
2 tsk. vanilluextrakt
150 g smjör, brætt
Á milli:
3 matskeiðar sykur
2 tsk. kanill
Krem:
250 g flórsykur
2 msk. kakó
75 gr brætt smjör
4-5 msk. heitt sterkt kaffi
1 tsk vanilluextrakt
Smá klípa sjávarsalt
Aðferð:
Hitið ofn í 170 gráður með blæstri.
Hrærið öllum þurrefnum saman í skál.
Pískið saman jógúrti, eggjum, mjólk og vanillu og hellið út í deigið. Bætið að lokum bræddu smjöri saman við og blandið vel saman.
Hellið helmingnum af deiginu í skúffukökuform , stráið kanilsykrinum á milli og breiðið svo restina af deiginu yfir.
Bakið í um það bil 25-30 mínútur eða þar til bakað í gegn.
Gerið kremið á meðan kakan er í ofninum. Pískið öllum hráefnum saman og bætið heitu kaffi smám saman út í þar til kremið er passlega þykkt.
Hellið kreminu yfir heita kökuna og látið standa í 15 mínútur áður en borin fram.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt16 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu







