Vertu memm

Markaðurinn

Nathan & Olsen kaupir valin vörumerki Tefélagsins ehf. – Fjölbreyttara vöruúrval, öflugri þjónusta og aukin áhersla á áfengislausa drykki

Birting:

þann

Nathan & Olsen kaupir valin vörumerki Tefélagsins ehf.

Ekran ehf., systurfélag Nathan & Olsen, annast sölu og dreifingu á veitingamarkaði.

Nathan & Olsen hefur fest kaup á völdum vörumerkjum Tefélagsins ehf. sem á undanförnum árum hefur sérhæft sig í því að flytja inn framúrskarandi vörumerki undir merkjum Akkúrat og kynna þau fyrir veitingageiranum.

Þar má nefna teframleiðandann A.C. Perchs, veganmjólkina Sproud, og áfengislausu drykkina Copenhagen Sparkling Tea, Oddbird og Lucky Saint. Vörurnar hafa verið seldar í gegnum félagið Akkúrat en með í kaupunum eru lénið akkurat.is og tengdir samfélagsmiðlar.

Með kaupunum styrkir Nathan & Olsen stöðu sína á markaði fyrir gæðadrykki og sérvörur sem höfða sérstaklega til hótela, veitingastaða, bara og kaffihúsa sem leggja metnað í að bjóða upp fjölbreytta drykkjaseðla. Áhersla Akkúrat á hágæða áfengislausa valkosti hefur vakið athygli í faginu og mun sú sýn nú fá enn öflugri innviði og dreifingu.

„Við sjáum mikla möguleika í áfengislausum drykkjum, ekki síst innan veitingabransans þar sem eftirspurn eftir fjölbreyttum og vönduðum valkostum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.

Kaupin á þessum frábæru vörumerkjum og akkurat.is eru mikilvægt skref í að þróa þann flokk áfram,“

segir Arnar Baxter, framkvæmdastjóri Nathan & Olsen.

Sólrún María Reginsdóttir, stofnandi Akkúrat, gengur nú til liðs við Nathan & Olsen sem vöru- og viðskiptastjóri og mun áfram vinna náið með veitingastöðum, vínþjónum og barfólki í að byggja upp sýnileika og virði vörumerkjanna sem hún hefur staðið fyrir.

„Ég hlakka til að starfa með kraftmiklu teymi hjá Nathan & Olsen og Ekrunni og halda áfram þeirri vegferð sem hófst með Akkúrat.

Þetta samstarf eykur möguleika okkar enn frekar, bæði hvað varðar dreifingu og markaðssetningu. Þetta gefur okkur einnig tækifæri til þess að veita veitingabransanum enn betri þjónustu, sem er gríðarlega mikilvægt,“

segir Sólrún.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið