Frétt
Mest magn af sjávarafurðum flutt út til Noregs
Flutt voru út tæplega 685 þúsund tonn af sjávarafurðum á árinu 2023 sem er 57 þúsund tonnum minna en árið áður. Útflutningsverðmæti sjávarafurða síðasta árs var um 353 milljarðar króna en var 359 milljarðar króna árið 2022.
Frystar sjávarafurðir voru 44% af útflutningsverðmætinu, ísaðar afurðir voru 25% og mjöl/lýsi um 20%. Af einstökum fisktegundum var verðmæti frystra þorskafurða mest eða tæpir 50 milljarðar króna og næst kom verðmæti ísaðs þorsks, um 38 milljarðar, að því er fram kemur á hagstofa.is.
Mest magn var flutt út til Noregs eða sem nemur tæpum 20% af heildarmagninu en 11% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Næstmest var flutt út til Bretlands, um 13% af heildarmagninu og 16% útflutningsverðmætisins.
Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða, sem er samtala útflutnings og birgðabreytinga fiskafurða, var rúmlega 353 milljarðar árið 2023 sem var nær óbreytt frá fyrra ári. Á föstu verðlagi jókst útflutningsframleiðsla um 9% miðað við verðlag ársins 2012.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin