Markaðurinn
Lambamínútusteik – Grænpiparmajo – Stökkar kartöflur – Kremað salat
Hráefni
Lambamínútusteik
800 gr þunnar sneiðar af lambi, svokölluð mínútusteik.
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, kramdir
½ sítróna, börkur rifinn fínt
u.þ.b. ¼ tsk. sjávarsalt
u.þ.b. ⅛ tsk. svartur pipar, nýmalaður
1 uppskrift kremað salat
400 g franskar, steiktar eða aðrar kartöflur ef vill
¼ sítróna, skorin í báta
Kremað salat
1 skalotlaukur, saxaður smátt
½ tsk. sjávarsalt
1 msk. rauðvínsedik
3 msk. sýrður rjómi 18%
150 ml ólífuolía
4 msk. graslaukur, fínt skorinn
1 romain salat, einnig hægt að nota jöklasalat
¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
½ sítróna, safi
Grænpiparmajo
3 dl gott majones
1 dl grísk jógúrt
1 msk grænpipar (niðursoðinn)
1 msk hunang
Sítrónusafi
Leiðbeiningar
Lambamínútusteik
Þunnt skorið lambakjöt af ýmsum bitum hentar hér vel. Blandið ólífuolíu, hvítlauk og sítrónuberki saman í lítilli skál. Þerrið kjötið og setjið á fat. Hellið kryddleginum yfir og nuddið vel yfir allt kjötið.
Hitið pönnu eða grill og hafið á háum hita. Saltið og steikið kjötið í 1-2 mín. á hvorri hlið, eða eftir smekk.
Kryddið með nýmuldum pipar, setjið kjötið yfir á bretti með álpappír yfir og látið hvíla í a.m.k. 5 mín. áður en það er borið fram með grænpiparmajo, stökkum kartöflum og kremuðu salati ásamt sítrónu til að kreista yfir ef vill.
Kremað salat
Setjið skalotlauk, ½ tsk. af salti og edik í skál og hrærið saman, látið standa við stofuhita í 15 mín.
Blandið sýrðum rjóma og ólífuolíu saman við ásamt 2 msk. af graslauk.
Rífið salatið gróft niður, þvoið og þerrið það vel. Setjið í skál og blandið saman við ½ tsk. af salti og svörtum pipar. Blandið sítrónusafa saman við salatið og setjið það yfir á disk.
Dreypið sósunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram og sáldrið yfir restinni af graslauknum.
Grænpiparmajo
Saxið helminginn af piparnum og hrærið allan piparinn saman við majones, jógúrt og hunang. Smakkið til með salti og sítrónusafa.
Mynd og uppskrift: islensktlambakjot.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






