Keppni
Keppnin Matreiðslumaður ársins með nýju sniði | Kynningarfundur haldinn 5. febrúar í Hörpu
Keppnin Matreiðslumaður ársins verður með nýju sniði í ár en það er Klúbbur matreiðslumeistara sem hefur veg og vanda að keppninni. Nú hafa allir faglærðir matreiðslumenn möguleika á að senda í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Það kostar ekkert að taka þátt og eina skilyrðið er að nota íslenskan þorsk sem aðalhráefni í réttinn. Innsendingar eru nafnlausar og er hverjum matreiðslumanni einungis heimilt að senda inn eina uppskrift.
Valnefnd skipuð þremur faglærðum dómurum velur þær 10 uppskriftir sem þykja lofa góðu þar sem mið er tekið af frumleika, nýtingu á hráefni og útliti réttar. Uppskriftin sem fylgir þarf að vera fyrir 10 manns og myndin á að sýna réttinn á hvítum diski sem er á hvítum dúk án nokkurra merkinga.
Eftir yfirferð dómara á innsendingunum kemur í ljós hvaða 10 matreiðslumenn það eru sem fá tækifæri til að elda réttinn sinn fyrir dómnefnd sem skipuð er fagmönnum og mataráhugamönnum. Í dómgæslunni verður bætt við fyrri viðmið, bragði og vinnubrögðum í eldhúsi. Af þessum 10 sem elda réttinn verða 4 valdir sem þykja standa sig best og þeir elda forrétt og aðalrétt fyrir dómara. Keppendur fá þá 3,5 klukkustund til að elda samkvæmt „mystery basket“ þar sem upplýst er kvöldinu fyrir keppni hvaða hráefni á að nota.
Matreiðslumaður ársins 2015 (Chef of the Year) verður sá sem sigrar í lokakeppninni. Hann fær að launum þátttökurétt til að keppa fyrir hönd Íslands í keppninni Matreiðslumaður Norðurlandanna sem fram fer í Álaborg í sumar. Auk þess er verðlaunafé 250.000 þúsund krónur og flugmiði til Evrópu. Sá sem hlýtur 2. sætið fær þátttökurétt í keppninni Global Chef sem einnig fer fram í Álaborg og 75.000 krónur auk flugmiða innanlands.
Klúbbur matreiðslumeistara hvetur alla faglærða matreiðslumenn til að taka þátt. Þá er bara að hefjast handa og búa til uppskrift þar sem þorskur er í aðalhlutverki.
14. febrúar – Síðasti séns að senda inn uppskriftir
Innsendingar þurfa að hafa borist fyrir laugardaginn 14. febrúar og á að senda á netfangið: [email protected].
17. febrúar – 10 uppskriftir kynntar
Tilkynnt verður þriðjudaginn 17. febrúar hvaða 10 uppskriftir verða valdar og hvaða matreiðslumenn það eru sem elda réttinn fyrir dómara.
1. mars – 4ra manna úrslitin
Sunnudaginn 1. mars verða síðan 4ra manna úrslitin þar sem Matreiðslumaður ársins verður valinn.
Frekari upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar er hægt að fá á kynningarfundi sem haldinn verður fyrir áhugasama keppendur fimmtudaginn 5. febrúar í Hörpu kl. 17.00, segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana