Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Kaffihús og skemmtistaður opnar á Ráðhústorgi á Akureyri – Myndir

Birting:

þann

Vamos á Ráðhústorgi 9 á Akureyri

Nú á dögunum opnaði nýtt kaffihús og skemmtistaður á Ráðhústorgi 9 á Akureyri þar sem Café Amour var áður til húsa.

Staðurinn hefur fengið nafnið Vamos AEY, en „Vamos“ þýðir „áfram“ eða „förum“ á Portúgölsku og er honum líst sem lífstílsstaður sem og kaffihús/skemmtistaður sem opnar snemma og lokar seint á besta fleti bæjarins.

Vamos á Ráðhústorgi 9 á Akureyri

Eigendur eru Árni Elliot, Chloé Ophelia, Halldór Kristinn Harðarson og María Kristín.

Halldór Kristinn tilkynnti nýja staðinn á facebook síðu sinni, en þar segir hann frá aðdraganda að opnun Vamos:

„Kæru vinir

Hér kemur ein lítil saga sem er ennþá í skrifum og vonum við að hún fari vel.

Fyrir tveim mánuðum síðan kemur upp sú staða að Arni bróðir minn og Chloé konan hans neyðast hálfpartinn til þess að flytja til Íslands eftir umþb 8 ára dvöl í Portúgal þar sem þau voru búinn að koma sér vel fyrir í vinnu og heimili með strákana sína tvo. Strákarnir voru búnir að vera hjá ömmu sinni og afa á Íslandi í smá tíma yfir sumarið og festust hér vegna ástandsins, ákveðið var að koma þeim í skóla hér á Akureyri og blómstruðu þeir þar. Ástandið úti var ekki gott og ekki gífurlega barnvænt. Þau taka þá ákvörðun að pakka í töskur og leyfa strákunum að halda áfram að skína á Akureyri og setjast hér að.

Mikil breyting fyrir þau og vitandi ekkert út í hvað þau væru að fara. Á þessum tíma bauðst mér það tækifæri að opna kaffihús/skemmtistað, ég var kominn á fullt í önnur verkefni en skemmtanabransann útaf þessu skemmtilega ástandi, og hafði kannski ekki alveg allan tímann í heiminum fyrir þetta, en þá tókum við ákvörun að gera þetta saman. Ég og María Kristín og Arni Elliott og Chloé Ophelia. Hér erum við í dag og munum við öll í sameiningu standa að rekstri staðarins, staðurinn fékk nafnið „Vamos“ sem þýðir „áfram“ eða „förum“ á Portugölsku og það var nákvæmlega það sem Árni og Chloe gerðu, létu vaða og drifu sig heim. Þetta er fjölskylduverkefni í bland við gríðarlega góðan hóp sem kemur að þessu öllu.

Vamos er lífstílsstaður sem og kaffihús/skemmtistaður sem opnar snemma og lokar seint á besta fleti bæjarins(Vamos er staðsett á Ráðhústorgi 9)

þar sem fólk kemur saman og deilir hugmyndum og lífssögum, nýtur nýjungar á morgnanna og færum okkur yfir í suðræna stemningu seinni partinn og fram eftir. Við keyrum á gleði og skemmtilegheitum og vonum að þetta færi bænum nýjung og tilbreytingu í flóruna. Okkur hlakkar ótrúlega til að opna og sýna ykkur hvað við höfum verið að brasa síðustu mánuði.

Við opnum á næstu dögum.

Við óskum líka eftir fólki í vinnu, dyraverðir eða kaffi og kokteilbarþjónar endilega hafið samband, tilvalið fyrir skólafólk sem vill taka þátt í gleðinni, hjá okkur á að vera gaman og hlökkum við til í að fá gott fólk inn með bros á vör.

Það væri frábært ef allir þeir sem sjá þennan status gefi sér tíma í að like-a facebook síðuna okkar sem og instagrammið og deili af krafti, það hjálpar okkur mikið!

https://www.facebook.com/Vamosaey

Hlökkum til að opna og hlökkum til að sjá ykkur.

VAMOS

Með fylgja myndir frá opnun staðarins

Myndir: facebook / Vamos AEY / Chloé Ophelia

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið