Vertu memm

Uppskriftir

Íslenskar pönnukökur

Birting:

þann

Pönnukökur með heimagerðri bláberjasultu og þeyttum rjóma

Innihald:
2 tk egg
1 msk.sykur
1 bolli hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
5 dl mjólk
15 gr. smjörlíki

Aðferð:
Hrærið eggin með sykri. Setjið lyftiduft saman við hveitið.

Hrærið hveiti og mjólká víxl útí eggin.

Bræðið smjörlíkið, látið kólna örlítið, en setjið síðan útí hræruna.

Hitið pönnuna, bakið þunnar pönnukökur á pönnunni.

Kælið pönnukökurnar örlítið áður en þið staflið þeim.

Setjið sykurinn í pönnukökurnar og rúllið þeim upp, eða setjið sultu (t.d. rabarbarasultu eða krækiberjasultu) og rjóma inn í þær og brjótið saman.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið