Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Ísgerðin hættir með allan mat – Einbeita sér eingöngu að ísgerð sem er þeirra ástríða

Birting:

þann

Ísgerðin - Í verslunarmiðstöðinni Kaupangi á Akureyri

Ísgerðin er staðsett í Kaupangi á Akureyri

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir hjá Ísgerðinni að undanförnu sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni Kaupangi á Akureyri.

Ísgerðin hefur starfað í Kaupangi frá árinu 2011 og býður upp á fjölbreytt úrval af ís ásamt vefjur, samlokur, pítur og salöt.

Nú hafa eigendur ákveðið að fókusera alfarið á ísinn og hætt með allan mat.

Ísgerðin - Í verslunarmiðstöðinni Kaupangi á Akureyri

Matarsalan búin og heyrir sögunni til

Allur ís hjá Ísgerðinni er gerður alveg frá grunni á staðnum. Ísinn er gerður úr ferskri mjólk og rjóma, vatni, sykri, mjólurdufti og bindiefnum. Bragðefnin eru hágæða bragðefni sem flutt eru inn frá Ítalíu og framleidd eru af litlu ítölsku fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í sósum og bragðefnum frá árinu 1905.

Myndir: facebook / Ísgerðin

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið