Vertu memm

Frétt

Hér eru handhafar Embluverðlaunanna, norrænna matvælaverðlauna

Birting:

þann

Embluverðlaunin 2017

Verðlaunahafar
Mynd: Bettina Lindfors / norden.org

Embluverðlaunin, ný norræn matvælaverðlaun, hafa nú verið afhent í fyrsta sinn. Stoltir verðlaunahafar frá norrænu löndunum hafa veitt viðtöku verðlaunum í sjö mismunandi flokkum þar sem áhersla er lögð á hráefni, matvælahandverk, matarmiðlun og fólkið að baki matvælunum.

Emblu standa sex norræn landbúnaðarsambönd með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Verðlaunin eiga að stuðla að því að efla norræna matarmenningu og auka áhuga á norrænum matvælum utan Norðurlanda.

Stórsigur fyrir Færeyjar

Samkeppni var hörð og voru allt að sjö tilnefndir í hverjum flokki. Færeyingar standa með pálmann í höndunum eftir að hafa unnið til verðlauna í þremur flokkum.

Hin heimsþekkti kokkur Leif Sørensen, sem tók þátt í að skrifa yfirlýsingu um nýtt norrænt eldhús árið 2004, hlaut verðlaun í flokknum „Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017“.

„Þrenn norræn matarverðlaun til Færeyja á einni kvöldstund eru ekki svo lítið. Þetta er gott fyrir sjálfstraustið en sýnir einnig að við Færeyingar kunnum ýmislegt fyrir okkur og að við erum óðum að finna sjálfsmynd okkar“

, segir Leif.

Handhafar verðlaunanna

Hinir sjö handhafar Embluverðlaunanna 2017 eru:

Matur fyrir börn og ungmenni 2017:
Geitmyra Matkultursenter, Noregi

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017:
Leif Sørensen, Fish Chips, Færeyjum

Matur fyrir marga 2017:
Annika Unt, Svíþjóð

Matarblaðamaður Norðurlanda 2017:
Michael Björklund, Smakbyn, Álandseyjum

Mataráfangastaður Norðurlanda 2017:
Heimablídni, Færeyjum

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017:
Dímunargardur, Færeyjum

Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017:
Thomas Snellman, REKO, Finnlandi

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef norden.org hér.

Embluverðlaunin 2017

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra afhenti verðlaun í flokki hrávöruframleiðenda.
Mynd: bondi.is

Embluverðlaunin 2017

Íslenski hópurinn á tröppum ráðhússins í Kaupmannahöfn þar sem verðlaunaafhendingin fór fram.
Mynd: bondi.is

Á heimasíðu bondi.is er skemmtileg umfjöllun um Emblu verðlaunin sem hægt er að lesa hér.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið