Uppskriftir
Hér er uppskrift af sumarlegu og góðu laxa Ceviche
Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu býður lesendum veitingageirans upp á uppskrift af sumarlegu og góðu laxa Ceviche sem auðvelt er að gera.
Smáréttur fyrir 3-4.
1 stk buff tómatur, smátt skorinn í teninga
20 ml mirrin
20 ml chili kimchee
Limesafi úr 1/2 lime
Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
80 ml ostrusósa
30 ml repjuolía
20 ml Yuzu safi (má sleppa yuzu og bæta við sítrónusafa)
– Blandað saman
5 gr ferskur kóríander fínt choppaður
150 gr roðflettur lax
Aðferð:
Laxinn er skorinn í temmilega þunnar sneiðar, og sítrusmarineringunni blandað saman við og látið liggja í 1-2 mínútur.
Þá er kóríander bætt við í lokin og öllu blandað saman í skál.
Sett á disk og vorlauk fínt choppuðum stráð yfir.
Ef fólk er byrjað að fíra í grillinu, þá gefur grillað lime gott auka kick í réttinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins