Uppskriftir
Hér er uppskrift af sumarlegu og góðu laxa Ceviche
Árni Þór Árnason yfirmatreiðslumaður á Strikinu býður lesendum veitingageirans upp á uppskrift af sumarlegu og góðu laxa Ceviche sem auðvelt er að gera.
Smáréttur fyrir 3-4.
1 stk buff tómatur, smátt skorinn í teninga
20 ml mirrin
20 ml chili kimchee
Limesafi úr 1/2 lime
Sítrónusafi úr 1/2 sítrónu
80 ml ostrusósa
30 ml repjuolía
20 ml Yuzu safi (má sleppa yuzu og bæta við sítrónusafa)
– Blandað saman
5 gr ferskur kóríander fínt choppaður
150 gr roðflettur lax
Aðferð:
Laxinn er skorinn í temmilega þunnar sneiðar, og sítrusmarineringunni blandað saman við og látið liggja í 1-2 mínútur.
Þá er kóríander bætt við í lokin og öllu blandað saman í skál.
Sett á disk og vorlauk fínt choppuðum stráð yfir.
Ef fólk er byrjað að fíra í grillinu, þá gefur grillað lime gott auka kick í réttinn.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi