Vertu memm

Frétt

Hér er áhugaverður viðburður | Meistarinn Gert Klötzke með fyrirlestur

Birting:

þann

Gert Klötzke á æfingu Kokkalandsliðsins

Gert Klötzke á æfingu Kokkalandsliðsins

Klúbbur matreiðslumeistara og Iðan kynna fyrirlestur með Gert Klötzke sem er opinn öllum áhugasömum og verður haldinn í Bleika salnum N 210 í MK milli 15:00 og 16:00 þriðjudaginn 14. apríl nk.

Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum, er yfirmaður Culinary Comittee hjá Wacs sem stýrir þróun og regluverki í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og yfirumsjón með dómgæslu í stærstu matreiðslukeppnum heimsins.

Hann hefur aðstoðað íslenska Kokkalandsliðið til fjölda ára, sem hefur reynst okkur dýrmætt, aðþví er fram kemur í fréttatilkynningu.

Hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár með frábærum árangri. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.

Athugið að fjölmenna á áhugavert erindi hjá áhugaverðum manni og fyrirlesturinn er öllum opinn.

Facebook viðburður hér.

 

Auglýsingapláss

Mynd frá æfingu Kokkalandsliðsins í október 2014.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið