Frétt
Hér er áhugaverður viðburður | Meistarinn Gert Klötzke með fyrirlestur
Klúbbur matreiðslumeistara og Iðan kynna fyrirlestur með Gert Klötzke sem er opinn öllum áhugasömum og verður haldinn í Bleika salnum N 210 í MK milli 15:00 og 16:00 þriðjudaginn 14. apríl nk.
Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum, er yfirmaður Culinary Comittee hjá Wacs sem stýrir þróun og regluverki í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og yfirumsjón með dómgæslu í stærstu matreiðslukeppnum heimsins.
Hann hefur aðstoðað íslenska Kokkalandsliðið til fjölda ára, sem hefur reynst okkur dýrmætt, aðþví er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár með frábærum árangri. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.
Athugið að fjölmenna á áhugavert erindi hjá áhugaverðum manni og fyrirlesturinn er öllum opinn.
Facebook viðburður hér.
Mynd frá æfingu Kokkalandsliðsins í október 2014.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






