Frétt
Hér er áhugaverður viðburður | Meistarinn Gert Klötzke með fyrirlestur
Klúbbur matreiðslumeistara og Iðan kynna fyrirlestur með Gert Klötzke sem er opinn öllum áhugasömum og verður haldinn í Bleika salnum N 210 í MK milli 15:00 og 16:00 þriðjudaginn 14. apríl nk.
Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum, er yfirmaður Culinary Comittee hjá Wacs sem stýrir þróun og regluverki í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og yfirumsjón með dómgæslu í stærstu matreiðslukeppnum heimsins.
Hann hefur aðstoðað íslenska Kokkalandsliðið til fjölda ára, sem hefur reynst okkur dýrmætt, aðþví er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár með frábærum árangri. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.
Athugið að fjölmenna á áhugavert erindi hjá áhugaverðum manni og fyrirlesturinn er öllum opinn.
Facebook viðburður hér.
Mynd frá æfingu Kokkalandsliðsins í október 2014.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt3 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni2 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt4 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri