Vertu memm

Uppskriftir

Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu

Birting:

þann

Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu

Grilluð makríls- og humarspjót í heimalagaðri teryaki-sósu

Teryaki makríls- og humarspjót (fyrir fjóra)

Hráefni
8 makrílsflök
16 humrar
box af kirsuberjatómötum
hálfur bolli japönsk sojasósa
hálfur bolli sake (japanskt hrísgrjónavín)
hálfur bolli mirin
ein msk. sykur

Aðferð
Makrílsflökin eru skorin eftir endilöngu og roðinu haldið á.  Þá er pinnanum stungið í endann á flakinu.  Því næst er skelflettur humar settur á pinnann og makrílsflakið látið mynda S á pinnanum.  Því næst er öðrum humar stungið á pinnann þannig að á einum pinna er eitt makrílsflak og tveir humarhalar. Svo má stinga kirsuberjatómötum á milli að ósk.

Heimalöguð teryaki-sósa
Til að útbúa teryaki-sósuna er sojasósunni, sake, mirin og sykrinum blandað saman. Gott er að hita sósuna örlítið til að sykurinn bráðni og kæla hana svo aftur.

Spjótin eru svo pensluð vel með teryaki-sósunni og grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið.  Svo má hella meiri teryakisósu yfir spjótin. Gott er að bera fram salat og góð hrísgrjón með réttinum.

Höfundur er: Þyrnir Hálfdánarson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið