Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gordon Ramsay hrósar íslenskum veitingastöðum eftir eftirminnilega Íslandsferð – Myndir

Birting:

þann

„Dásamleg vika á Íslandi, laxveiði, ógleymanlegar minningar og frábær matur!“

skrifaði hinn heimsþekkti matreiðslumeistari Gordon Ramsay á Instagram, þar sem hann deildi myndum úr nýliðinni ferð sinni til Íslands.

Ramsay, sem hlotið hefur fjölmargar Michelin-stjörnur á ferli sínum, er fastagestur á Íslandi og hefur löngum verið mikill aðdáandi íslenskrar náttúru og laxveiði. Í þetta sinn gerði hann sér glaðan dag við íslenskar ár og veiddi lax, auk þess sem hann naut þess að heimsækja nokkra af fremstu veitingastöðum Reykjavíkur.

Á meðal þeirra staða sem Ramsay heimsótti má nefna Lólu í Hafnarhvoli, Tres Locos og Skál. Þar naut hann bæði matar og þjónustu og lét ekki sitt eftir liggja við að hrósa því sem fyrir augun og bragðlaukana bar.

Gordon Ramsay hefur ítrekað lýst ánægju sinni með Íslandsferðir sínar í gegnum tíðina, og ljóst er að íslensk veitingamenning heldur áfram að heilla einn þekktasta kokk heims.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram)

Myndir: Instagram / @gordongram

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið