Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gordon Ramsay hrósar íslenskum veitingastöðum eftir eftirminnilega Íslandsferð – Myndir
„Dásamleg vika á Íslandi, laxveiði, ógleymanlegar minningar og frábær matur!“
skrifaði hinn heimsþekkti matreiðslumeistari Gordon Ramsay á Instagram, þar sem hann deildi myndum úr nýliðinni ferð sinni til Íslands.
Ramsay, sem hlotið hefur fjölmargar Michelin-stjörnur á ferli sínum, er fastagestur á Íslandi og hefur löngum verið mikill aðdáandi íslenskrar náttúru og laxveiði. Í þetta sinn gerði hann sér glaðan dag við íslenskar ár og veiddi lax, auk þess sem hann naut þess að heimsækja nokkra af fremstu veitingastöðum Reykjavíkur.
Á meðal þeirra staða sem Ramsay heimsótti má nefna Lólu í Hafnarhvoli, Tres Locos og Skál. Þar naut hann bæði matar og þjónustu og lét ekki sitt eftir liggja við að hrósa því sem fyrir augun og bragðlaukana bar.
Gordon Ramsay hefur ítrekað lýst ánægju sinni með Íslandsferðir sínar í gegnum tíðina, og ljóst er að íslensk veitingamenning heldur áfram að heilla einn þekktasta kokk heims.
View this post on Instagram
Myndir: Instagram / @gordongram
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025











