Uppskriftir
Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott
Innihald:
Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna – börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm
Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn
Aðferð:
- Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
- Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
- Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
- Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
- Hnoðið saman vel og fletjið út.
- Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
- Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.
- Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
- Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona