Uppskriftir
Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott
Innihald:
Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna – börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm
Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn
Aðferð:
- Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
- Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
- Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
- Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
- Hnoðið saman vel og fletjið út.
- Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
- Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.
- Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
- Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024