Vertu memm

Uppskriftir

Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott

Birting:

þann

Jarðaber - Strawberries

Innihald:

Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna – börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm

Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn

Aðferð:

  1. Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
  2. Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
  3. Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
  4. Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
  5. Hnoðið saman vel og fletjið út.
  6. Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
  7. Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.

RommtíglarJarðaberjacompot:

  1. Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
  2. Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.

Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið