Uppskriftir
Djúpsteiktir Rommtíglar og Jarðaberjacompott
Innihald:
Rommtíglar:
100 gr smjör
2 stk egg
12 gr þurrger
1 stk sítróna – börkurinn rifinn smátt
20 gr flórsykur
250 gr hveiti
Sletta romm
Jarðaberjacompot:
450 gr jarðaber
25 gr flórsykur
5 ml vatn
Aðferð:
- Blandið saman flórsykri og hveiti í skál.
- Leysið upp gerið í volgu vatni og blandið saman við.
- Rífið börkinn af sítrónunni mjög fínt og bætið í skálina.
- Blandið eggi saman við ásamt rommi og smjörinu-Athugið að smjörið verður að vera mjúkt eða stofuheitt.
- Hnoðið saman vel og fletjið út.
- Skerið í tígla með kleinujárni og djúpsteikið.
- Stráð flórsykri og framreitt með jarðaberjacompot og ís. Ath að deigið er hægt að frysta formað í tígla og djúpsteikja síðan.
- Maukið helming af jarðaberjunum, sjóðið ásamt vatni og flórsykri í síróp-sigtið og kælið örlítið.
- Setjið restina af jarðaberjunum út í og kælið. Notið smá jarðaber frekar en stór í compotið.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni20 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður







