Keppni
Atli Erlendsson er Matreiðslumaður ársins 2015
Í dag fór fram úrslitakeppnin um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 í Hörpunni, en keppnin hófst í morgun klukkan 08:00 og lauk í dag klukkan 16:00.
Það var Atli Erlendsson starfandi matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu sem hreppti 1. sætið og í öðru sæti var Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður á Vodafone.
Keppnin var með nýju sniði í ár þar sem faglærðir matreiðslumenn byrjuðu á því að senda í keppnina uppskrift ásamt mynd af réttinum. Tuttugu matreiðslumenn skiluðu inn uppskriftum og komust tíu matreiðslumenn áfram í forkeppnina sem haldin var á Kolabrautinni 23. febrúar s.l.
Af þeim tíu í forkeppninni komust fjórir í úrslitakeppnina en það voru þeir Atli Erlendsson á Grillinu, Axel Clausen á Fiskmarkaðinum, Kristófer Hamilton Lord á Lava Bláa Lóninu og Steinn Óskar Sigurðsson á Vodafone sem lauk með sigri Atla Erlendssonar.
Innilega til hamingju.
Fleira tengt efni –> Matreiðslumaður ársins.
Mynd: Örn Svarfdal
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt5 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn4 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn3 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni4 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir2 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






