Uppskriftir
Grillaður eftirréttur – Ferskju og berja pæ
Ég elska að grilla eftirrétti. Fá smá grillbragð með sætu og súru en þessi eftirréttur er akkúrat þannig í góðu jafnvægi. Svo er mjög sniðugt að nýta eldinn og hitann sem er búið að kveikja upp í til fulls. Mæli svo með að fá sér þeyttan rjóma eða vanilluís með þessu pæi.
Ferskju og berja pæ
Fyrir 8 manns
3 bollar frosin ber að eigin vali (ég notaði svona tilbúna blöndu af berjum)
4 stk ferskjur
Safinn og börkurinn af einni sítrónu
180 g sykur
Skerið ferskjurnar í báta og setjið í skál ásamt berjunum, sykrinum, sítrónusafanum og fínt röspuðum berkinum af sítrónununni. Setjð blönduna í steypujárnspönnu ef þið eigið eða bara álbakka eða eitthvað sem þolir vel hita.
120 g hveiti
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
Smá salt
110 g smjör
120 g súrmjólk
Litlir sykurpúðar
Aðferð:
Blandaðu saman þurrvörunum í skál. Skerðu kalt smjörið niður í kubba og hnoðaðu því saman við þurrvörurnar þar til úr verður svona mylsna. Bættu þá súrmjólkinni út í og blandaðu vel saman.
Dreifðu úr deiginu yfir berjablönduna. Bakaðu svo á grilli með lokinu yfir (eða inní ofni) í 20-30 mínútur. Bættu svo sykurpúðunum yfir í lokin og grillaðu áfram í nokkrar mínútur.
Höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
Mynd: facebook / Hrefna Sætran
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill