Viðtöl, örfréttir & frumraun
Street food dagar á Nielsen
Eigendur á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum eru duglegir við að bjóða upp á alls kyns nýjungar og PopUp viðburði.
Til að mynda var Ólöf Ólafsdóttir með vel heppnað eftirrétta Pop-Up í fyrra á Nielsen, sjá nánar hér. Eigendur OMNOM og Nielsen skruppu til Akureyrar og buðu upp á PopUp á veitingastaðnum Lyst í Lystigarðinum, sjá nánar hér. Nú á dögunum var veitingastaðurinn Monkeys með PopUp á Nielsen, sjá nánar hér.
Nú er svo komið að því að á föstudaginn 24. mars og laugardaginn 25. mars verða sérstakir Street food dagar á Nielsen og er glæsilegur og djúsí matseðill í boði sem afgreiddur er aðeins í take away.
Matseðill:
Sticky BBQ-lambarif, hrásalat & franskar
3.190.-
Kóreskur kjúlli (Korean fried chicken), steikt eggjahrísgrjón, chillí-mæjó, vorlauukur, sesamfræ
3.190.-
Nautasteikarloka með brúnuðum lauk, helling af osti & hvítlauksmæjó
2.990.-
„Dirty fries“ – beikon, ostasósa, vorlaukur, pikklaður chillí
1.690.-
Dessert:
Djúpsteikt churros og súkkulaði
1.490.-
Hægt að panta í síma 471-2001 eða í gegnum facebook hér.
Maturinn verður afgreiddur milli 17:30 – 20:00 báða dagana.
Myndir: nielsenrestaurant.is

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni