Vertu memm

Viðburðir/framundan

Skyggnast á bak við tjöldin – Myndir

Birting:

þann

Nú á dögunum var veitingastaðurinn Monkeys með PopUp á Nielsen á Egilsstöðum.  Það voru matreiðslumennirnir Snorri Grétar Sigfússon og Andreas Patrek sem mættu á Nielsen og töfruðu fram framandi 7 rétta seðil sem var undir áhrifum frá svokallaðri Nikkei matreiðslu þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar.

Matseðillinn á PopUp viðburðinum:

Plantain
borið fram með guacamole og tuna tartare

Kjúklinga gyoza
kimchi og sesam ponzu

Grilluð vatnsmelóna
sveppa mayo, rósapipar og stökk svartrót

Laxa tiradito
chilli macha og sesamfræ

Tuna ceviche
ástaraldin, yuzu, rauðlaukur og kasjúhnetur

Miso Nautalund
perúsk kartöflukaka, sveppa mole, spicy kjúklingagljái

Monkeys Mandarína
mandarínu og tonkabauna mousse, yuzu marengs og þurrkuð súkkulaðikaka.

Herlegheitin kostuðu 11.990 kr.- á mann

Með fylgja skemmtilegar á bak við tjöldin myndir frá viðburðinum.

Veisluþjónusta - Banner

Myndir: Snorri Grétar Sigfússon einn eigenda og yfirkokkur á Monkeys.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið