Uppskriftir
Salthnetukaka
Innihald:
3 stk eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
20 stk ritzkex
l00 gr salthnetur
Aðferð:
Eggjahvítur, sykur og lyftiduft þeytt vel saman. Ritzkex og salthnetur mulið smátt.
Öllu blandað saman og bakað í 25 mínútur við 170 °C.
Kakan sett í plastpoka og látin kólna í ísskáp.
Krem
Innihald:
50 gr smjörlíki
50 gr suðusúkkulaði
30 gr flórsykur
2 stk eggjarauður
Aðferð:
Smjörlíki og súkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði. Flórsykur og eggjarauður þeytt saman. Öllu þlandað saman þegar súkkulaðiblandan er aðeins farin að kólna og kreminu smurt á kökuna. Ef kremið er of lint má bæta ofurlitlum flórsykri við.
Borin fram með þeyttum rjóma.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






