Uppskriftir
Rjómasveppasúpa með hráskinku og rifnum villisveppaosti
Fyrir 6
Innihald
100 gr smjör
100 gr hveiti
5 dl vatn
5 dl nýmjólk
2 stk súputeningar
1 stk sveppateningur
250 gr sveppir
1 msk smjör
5 dl rjómi
Salt og nýmulinn svartur pipar
6 cl sherry eða púrtvín (má sleppa)
5 sneiðar hráskinka eða hrátt hangikjör
6 msk rifinn villisveppaostur
Aðferð
Bræðið smjörið og bætið í hveiti hrærið vel saman. Setjið saman við vatn og mjólk. Sjóðið við vægan hita í nokkkrar mínútur. Bætið í súputeningum og sveppateningum. Saxið sveppina og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið rjómanum yfir sveppina og látið sjóða upp. Bætið svepparjómanum í súpugrunninn og bragðbætið með sherry eða púrtvíni.
Skerið hráskinkuna í bita og setjið í miðju disksins ásamt 1 msk af rifnum villisveppaosti. Hellið súpunni í diskinn og berið fram.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson matreiðslumeistari
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka