Uppskriftir
Plokkfiskur
Fyrir 4 til 5
600 gr ýsa roðlaus og beinlaus
130 gr smjör
2 stk laukur
110 gr hveiti
1,3 tsk pipar
2 dl fisksoð
2 dl mjólk
2 dl rjómi
250 gr kartöflur skornar í teninga
1 tsk salt
1 tsk salt fyrir suðu á ýsu
1/2 stk sítróna
Aðferð
Smjörið brætt í potti og laukurinn settur út í ásamt pipar, látið malla þar til laukurinn er farinn að mýkjast, því næst fer hveitið saman við og og á meðan væri gott að draga pottinn af hellunni.
Hellið soðinu saman við og hrærið með sleifinni, því næst blandið þið mjólkinni og hrærið þar til sósan er kekkjalaus, setjið aftur á vægan hita og blandið soðna fiskinum og kartöfluteningunum saman við.
Bætið rjómanum saman við og bætið með saltinu, gott er að kreista sítrónubát út í .
Ég sýð ekki fiskinn heldur set ég pott á helluna og set vatn, salt og sítrónu og fæ suðuna upp og set fiskinn út í og dreg af hellunni læt standa þar til ég nota fiskinn.
Gott er að hafa rúgbrauð og smjör og svo eitthvað grænmeti, einnig er hægt að setja plokkfiskinn í eldfast form og setja bearnaise og ost yfir og gratínera.
Verði ykkur að góðu.
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi