Markaðurinn
Uppskrift: lambafille með hunangsbökuðu grænmeti
Þetta er réttur sem sýnir hvernig góð hráefni og vönduð vinnubrögð geta skapað fágun án flækju. Lambið fær að njóta sín með hunangsbökuðu grænmeti og mjúku kryddjurtasmjöri sem tengir allt saman.
Notað er lambafille í black garlic kryddlegi frá Kjarnafæði, sem lyftir réttinum upp á næsta stig og skapar ómótstæðilegt jafnvægi milli sætleika og krydds.
Innihald
- Lambafille í black garlic kryddlegi frá Kjarnafæði
Aðferð
- Byrjið á því að taka kjötið úr kæli og leyfið því að bíða í allavega 30 mín.
- Útbúið því næst kryddjurtasmjörið og setjið í kæli.
- Hitið ofninn í 200°C og snúið ykkur að hunangsbakaða rótargrænmetinu.
- Færið kjötið á bretti og saltið örlítið og piprið létt yfir. Skerið aðeins í fitulagið svo það verpist ekki þegar það er grillað.
- Hitið grillið í góða stund, gott er að hafa það í ca. 250°C.
- Byrjið á því að grilla kjötið með fitu hliðina niður. Þegar puran er orðin vel grilluð og stökk, snúið þá kjötinu við og grillið áfram þar til það nær um 55°C í kjarnhita.
- Takið þá kjötið af grillinu og leyfið því að hvíla í 10 mín.
- Berið það fram með grænmetinu og kryddsmjörinu
Kryddjurtasmjör
- 100g smjör
- 1 hvítlauksrif, marið
- 2 msk. söxuð fersk steinselja
- 2 msk. saxað ferskt kóríander
- Flögusalt og svartur pipar
Aðferð
- Bræðið saman smjörið og kryddið. Setjið kryddsmjörið svo í skál og geymið í kæli þar til það á að bera það fram.
Hunangsbakað rótargrænmeti
- 1 poki regnbogagulrætur
- ½ stór sæt kartafla
- 50 g smjör
- 40 g hunang
- 1 tsk. hvítlauksduft
- 2 tsk. þurrkuð steinselja
- Flögusalt og svartur pipar
Aðferð
- Hitið ofninn í 200°C. Skolið gulræturnar vel og þerrið.
- Skerið gulræturnar og sætu kartöflurnar langsum í bita og setjið í skál.
- Bræðið saman smjör og hunang í litlum potti og bætið kryddum saman við. Hellið yfir gulræturnar og sætu kartöflurnar og veltið. Færið grænmetið yfir í eldfast mót og bakið í 25-30 mín.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanK6 veitingar sýknað af kröfu Matvís: „Við greiddum matreiðslunema samkvæmt réttum taxta“
-
Markaðurinn4 dagar síðanPerlan endurnýjar veitingareksturinn: nýtt útlit, ný húsgögn og endurvakning jólahlaðborðsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEru munnlegir samningar með handsali einskis virði í dag?
-
Keppni4 dagar síðanÁsbjörn Geirsson keppir fyrir Íslands hönd í kjötiðn í Sviss
-
Keppni1 dagur síðanÍsland fær tækifæri til að keppa í The Vero Bartender
-
Markaðurinn2 dagar síðanKatla Þórudóttir öðlaðist ómetanlega reynslu á Michelin-veitingastaðnum Aure
-
Markaðurinn2 dagar síðanFögnum degi íslensku brauðtertunnar með litlum og ljúffengum brauðtertum
-
Markaðurinn3 dagar síðanAllt að 80% afsláttur af kæliborðum – miðað við nývirði








