Uppskriftir
Bouillabaisse uppskrift – Frönsk fiskisúpa
Fyrir 10 persónur.
Hráefni
1.25 kg fiskibein (skötuselur, lúða, karfi)
75 gr gulrætur
75 gr laukur
75 gr sellery
75 gr blaðlaukur
30 gr hvítlaukur
25 gr steinselja
100 gr þroskaðir tómata
25 gr tómat mauk
0.25 dl ólifuolía
15 gr salt og pipar
2,5 gr cayennapipar
5 gr safran
12,5 gr fennel
12,5 gr rósmarin
12,5 gr timian
5 L vatn
Aðferð
Svitið fiskibeinin og grænmetið í olíunni, bætið þá kryddinu. þá vatninu og tómat maukinu og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.
Sigtið síðan súpuna og pressið vel úr beinunum. Athugið þar sem krydd er afar mismunandi er oft betra að krydda eftir smekk og nota málin til viðmiðunar.
Þegar súpan er framreidd er soðið í henni stykki að lúðu, skötusel og karfa humar, hörpuskel, löngu og öðrum fisk sem finnst nýr hverju sinni.
Raðið fisknum þannig í pottinn að sá fiskur sem þolir mestu suðuna sé neðstur og síðan koll af kolli, sjóðið með steinselju, tómatbátum og lauk í 15 mín.
Framreitt með brauðsnittu og Aioli.
Uppskrift frá Grillinu á Hótel Sögu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður