Frétt
Breytingar hjá Ísey útflutningi og nýtt starf aðstoðarforstjóra MS
Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur ákveðið að leggja sérstaka áherslu á sókn í erlendum verkefnum á næstu misserum. Efla og fjölga mörkuðum sem selja skyr undir merkjum MS, hámarka skyrsölu frá Íslandi og vinna að framtíðar skipulagi og samhæfingu allrar erlendrar starfsemi sem MS tengist.
Í því ljósi hefur stjórnin ákveðið erlenda starfsemin falli undir starf forstjóra MS. Hann verði því framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. jafnframt því að vera forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Stjórn Mjólkursamsölunnar hefur einnig ákveðið að til verði starf aðstoðarforstjóra sem heyrir undir forstjóra og hefur umsjón með innlendri starfsemi MS. Pálmi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri framleiðslu- og rekstrarsviðs, verður aðstoðarforstjóri Mjólkursamsölunnar.
Samhliða þessum breytingum mun Jón Axel Pétursson láta af störfum sem framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf. Er honum þakkað fyrir mikið og gott framlag til Mjólkursamsölunnar og erlendrar starfsemi fyrirtækisins.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni