Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eldaði þorskhaus og lúðusúpu fyrir Rick Stein
Einn þekktasti sjónvarpskokkur Breta, Rick Stein, er staddur hér á landi við upptökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð. Stein hefur um árabil verið þekktasta andlit BBC á þessu sviði. Á meðal veitingastaða sem Stein hefur heimsótt eru Matur og Drykkur þar sem hann fékk þjóðlega rétti.
„Við elduðum fyrir hann okkar útgáfu af lúðusúpu og líka þorskhaus,“
segir Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður í samtali við ruv.is en hann er einn eiganda staðarins Matar og Drykkjar. Brasaður þorskhaus Gísla og félaga hefur vakið þó nokkra athygli.
Gísli segir að Stein muni heimsækja nokkra veitingastaði hér á landi auk þess að skoða annað tengt mat og drykk.
„Hann er að taka upp nýja seríu og fer til nokkurra stórborga.“
Gísli segir aðspurður að um mikinn heiður sé að ræða fyrir þá hjá Mat og drykk.
„Hann er auðvitað algjör goðsögn í þessum bransa og búinn að vera fremsti kokkur BBC í áratugi. Þetta er góð kynning fyrir okkur og auðvitað Ísland.“
Gísli, sem einnig á og rekur Slippinn í Vestmannaeyjum, segir að Stein stefni einnig að því að veiða fisk af bryggju á meðan hann er hér og jafnvel að ná sér í eina lopapeysu.
Við Rick Stein fáránlega hressir eftir góðar tökur! #maturogdrykkur
Posted by Matur og Drykkur on 1. febrúar 2016
Svo virðist sem Stein hafi látið drauminn um íslensku lopapeysuna rætast en hann birti mynd af sér í einni slíkri á Twitter. Myndina má sjá hér að neðan.
Arctic times for @Rick_Stein , great view from our room @IcelandairHotel #lovereykjavik pic.twitter.com/jXnwD9TiOo
— Sarah Stein (@sasstein) February 1, 2016
Mr. Rick Stein stopped by the other night… Pictured here with an embarrassingly star struck 37 year old.
Posted by DILL Restaurant Reykjavik on 3. febrúar 2016
Greint frá á ruv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður