Frétt
Hér er áhugaverður viðburður | Meistarinn Gert Klötzke með fyrirlestur
Klúbbur matreiðslumeistara og Iðan kynna fyrirlestur með Gert Klötzke sem er opinn öllum áhugasömum og verður haldinn í Bleika salnum N 210 í MK milli 15:00 og 16:00 þriðjudaginn 14. apríl nk.
Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum, er yfirmaður Culinary Comittee hjá Wacs sem stýrir þróun og regluverki í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og yfirumsjón með dómgæslu í stærstu matreiðslukeppnum heimsins.
Hann hefur aðstoðað íslenska Kokkalandsliðið til fjölda ára, sem hefur reynst okkur dýrmætt, aðþví er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár með frábærum árangri. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.
Athugið að fjölmenna á áhugavert erindi hjá áhugaverðum manni og fyrirlesturinn er öllum opinn.
Facebook viðburður hér.
Mynd frá æfingu Kokkalandsliðsins í október 2014.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana