Markaðurinn
Hættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
Þessar kúlur eru hættulega góðar og hafa slegið í gegn alls staðar þar sem þær mæta. Afar einfaldar og fljótlegar og á allra færi. Upplagt að útbúa á aðventunni og eiga inni í ísskáp eða frysti.
Einföld uppskrift gerir um 30 litlar kúlur.
Innihald:
200 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
2 msk. Biscoff krem í krukku
250 g Biscoff kex eða annað kanilkex
300 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
Myljið kexið smátt. Blandið vel saman rjómaosti, kexi og Biscoff kremi.
Útbúið litlar kúlur og frystið í smástund.
Bræðið súkkulaði á meðan. Hjúpið frystar kúlurnar með hvítu súkkulaði. Skreytið með aðeins meira súkkulaði og örlitlu muldu kexi.
Geymist vel í ísskáp eða frysti.
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir – gottimatinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanCraft Burger Kitchen lokar – erfiðu rekstrarumhverfi kennt um






