Vertu memm

Foodexpo

Viktor og Óðinn byrjaðir að keppa

Birting:

þann

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson

Viktor Örn Andrésson og Óðinn Birgir Árnason eru byrjaðir að keppa, Viktor keppir í Matreiðslumaður Norðurlanda og Óðinn keppir sem Young chefs í Matreiðslumaður Norðurlanda.

Óðinn Birgir Árnason

Óðinn Birgir Árnason

Keppnin hófst snemma í morgun og á Viktor að skila forrétt kl. 13.15, aðalrétt kl. 14.15 og eftirrétti kl. 15.30 að dönskum tíma sem er klukkutíma á undan. Hráefnið sem keppendurnir eru að elda úr er þorskur og humar í forrétt og nautahryggur og nautakinn í aðalrétt. Í eftirréttinum á að vera marsipan og lífrænt dökkt súkkulaði. Helstu matreiðslumenn Norðurlandanna eru samankomnir í Herning og er Viktor að keppa við þá bestu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku. Viktor Örn er matreiðslumaður á Lava í Bláa lóninu og liðsstjóri Kokkalandsliðsins.

Keppendur elda réttina í opnu eldhúsi fyrir 5 manna dómnefnd sem leggur mat á gæði eldamennskunnar, bragð og útlit réttanna. Ísland leggur til dómara í keppnina og er það Steinn Óskar Sigurðsson sem er fyrrum liðsmaður í Kokkalandsliðinu og hefur unnið til verðlauna í keppnum hér á landi og erlendis.

Samhliða keppninni er Framreiðslumaður Norðurlanda.

Keppnin er haldin á matvælasýningin Foodexpo í Herning í Danmörku og núna klukkan 10 á íslenskum tíma hefst súkkulaði keppnin „The Nordic Championship in Showpiece“, þar sem þeir félagar Axel Þorsteinsson bakari & konditor og keppandi, Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari aðstoðarmaður Axels keppa.

 

Myndir: Hinrik

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið