Markaðurinn
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Núpum
Fosshótel Núpar óskar eftir að ráða öflugan yfirkokk til að sjá um rekstur eldhúss hótelsins. Yfirkokkur stýrir daglegum rekstri eldhússins og leiðir hóp starfsmanna og ber ábyrgð á hagkvæmum rekstri og velferð með ánægju starfsmanna og gesta að leiðarljósi.
Starfsvið
- Fagleg stjórnun, skipulagning og framkvæmd í eldhúsinu
- Matreiðsla, bakstur og framsetning
- Matseðlagerð fyrir veitingastað og hópa í samráði við hótelstjóra
- Sér til þess að veitingar standist gæðakröfur
- Ber ábyrgð á frágangi og geymslu á matvælum
- Ábyrgð á eftirliti með hreinlæti, HACCP.
- Umsjón með kostnaðareftirliti og verð- og framlegðarútreikninga framleiðslunnar
Hæfniskröfur
- Menntun sem tengist starfi æskileg
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Töluverð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Mikil krafa um frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum Öryggisvitund og þekking á GÁMES kostur
Gildi Íslandshótela eru:
Fagmennska – Heiðarleiki – Samvinna
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Um hótelið
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp.
Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






