Nemendur & nemakeppni
Vel heppnað 40 ára afmæli Menntaskólans í Kópavogi
Menntaskólinn í Kópavogi hélt upp á 40 ára afmæli skólans 20. september. Á þriðja hundrað manns heimsóttu skólann af þessu tilefni. Meðal gesta voru fulltrúar nemenda, stjórnendur og starfsmenn MK, þingmenn, ráðherra og bæjarstjórn Kópavogs ásamt öðrum gestum. Fyrr um daginn var afmælisveisla fyrir nemendur skólans þar sem boðið var upp á afmælisköku og eðaldrykkinn Traustvekjandi auk þess sem afmælissöngurinn var sunginn.
Allar veitingar voru unnar af nemendum í Hótel og matvælaskólanum í matreiðslu, bakstri og kjötiðn og nemendur í framreiðslu sáum að að setja upp salinn ásamt því að eldsteikja lambakjöt fyrir veislugesti.
Í tilefni afmælis var tekið í notkun glæsilegt upplýsingatækniver við skólann þar sem starfsemi bókasafn og tölvuþjónustu eru sameinuð auk þess sem vinnurými nemenda eykst til muna.
Myndir: Tolli
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.