Frétt
Þristamús innkölluð
Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi-eða óþol fyrir eggjum við Þristamús frá Salathúsinu ehf. Egg eru ekki merkt í innihaldslýsingu á vörunni. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á við allar best fyrir dagsetningar til og með 21.02.2022
- Vöruheiti: Þristamús
- Geymsluþol: Síðasti notkunardagur Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022
- Geymsluskilyrði: Kælivara
- Framleiðandi: Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
- Framleiðsluland: Ísland
- Fyrirtæki: Salathúsið ehf., Sundagörðum 10, 104 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir Nettó (Selfossi, Grindavík, Krossmóa, Glerártorgi, Egilsstöðum, Borgarnesi, Ísafirði, Höfn,Hrísalundi, Húsavík, Iðavöllum, Mjódd, Hafnarfirði, Granda, Búðakór, Salavegi, Mosfellsbæ, Lágmúla,Nóatúni, netverslun), Krambúðarinnar Hólmavík, Laugalæk og Búðardal, KjörbúðarinnarNeskaupsstað, Eskifirði, Ólafsfirði og Garði, og Iceland Arnarbakka, Hafnarfirði og Engihjalla.
Neytendur keypt hafa vöruna og sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir eggjum og afurðum úr þeim eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Salathússins, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024