Uppskriftir
Sniglasúpa með lakkrís
![Saffran - Sóllaukur](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/06/saffran-1024x507.jpg)
Saffran blómið er nefnt Crocus Sativus það er purpuralitað og í miðju þess eru þrír örfínir rauðir þræðir.
Saffran er allra dýrasta krydd sem til er, en oftast þarf lítið af því til að fá bragð. Hár kostnaður saffrans kemur til að mestu vegna þess hversu seinlegt verk er að safna því.
Innihald:
150 g sniglar í dós
1 stöng lakkrís
2 g anís fræ
3 g grænt te
2 greinar majorame
1 msk arapíu gúmmi (saltlakkrís)
40 g smjör
1 l hænsnasoð
2 msk sýrður rjómi
3 safran þræðir
salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið upp á soðinu með lakkrís stönginni. Takið vökvann af sniglunum, svissið upp úr 10 g burre noisett (smjör sem er brætt þar til hnetu keimur kemur fram)
Takið fituna af og setjið í soðið.
Blandið í anís, te og majorame, sjóðið í 45 mín, mixið og sigtið.
Hrærið í 30g kalt smjör og gúmmíið.
Í öðrum potti sjóðið rjómann með safran og smá appelsínu.
Framreiðið súpuna með þeyttum rjóma með appelsínubörk og safran.
Meðlæti:
Snigla, kartöflu smjör Króketta ( smjör vafið í kartöflu og velt upp úr hveiti, eggi og brauðrasp)
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan