Vertu memm

Uppskriftir

Sniglasúpa með lakkrís

Birting:

þann

Saffran - Sóllaukur

Saffran blómið er nefnt Crocus Sativus það er purpuralitað og í miðju þess eru þrír örfínir rauðir þræðir.
Saffran er allra dýrasta krydd sem til er, en oftast þarf lítið af því til að fá bragð. Hár kostnaður saffrans kemur til að mestu vegna þess hversu seinlegt verk er að safna því.

Innihald:

150 g sniglar í dós

1 stöng lakkrís

2 g anís fræ

3 g grænt te

2 greinar majorame

1 msk arapíu gúmmi (saltlakkrís)

Auglýsingapláss

40 g smjör

1 l hænsnasoð

2 msk sýrður rjómi

3 safran þræðir

salt og pipar

Aðferð:

Auglýsingapláss

Sjóðið upp á soðinu með lakkrís stönginni.  Takið vökvann af sniglunum, svissið upp úr 10 g burre noisett (smjör sem er brætt þar til hnetu keimur kemur fram)

Takið fituna af og setjið í soðið.

Blandið í anís, te og majorame, sjóðið í 45 mín, mixið og sigtið.

Hrærið í 30g kalt smjör og gúmmíið.

Í öðrum potti sjóðið rjómann með safran og smá appelsínu.

Framreiðið súpuna með þeyttum rjóma með appelsínubörk og safran.

Auglýsingapláss

Meðlæti:
Snigla, kartöflu smjör Króketta ( smjör vafið í kartöflu og velt upp úr hveiti, eggi og brauðrasp)

Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið