Uppskriftir
Sniglasúpa með lakkrís

Saffran blómið er nefnt Crocus Sativus það er purpuralitað og í miðju þess eru þrír örfínir rauðir þræðir.
Saffran er allra dýrasta krydd sem til er, en oftast þarf lítið af því til að fá bragð. Hár kostnaður saffrans kemur til að mestu vegna þess hversu seinlegt verk er að safna því.
Innihald:
150 g sniglar í dós
1 stöng lakkrís
2 g anís fræ
3 g grænt te
2 greinar majorame
1 msk arapíu gúmmi (saltlakkrís)
40 g smjör
1 l hænsnasoð
2 msk sýrður rjómi
3 safran þræðir
salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið upp á soðinu með lakkrís stönginni. Takið vökvann af sniglunum, svissið upp úr 10 g burre noisett (smjör sem er brætt þar til hnetu keimur kemur fram)
Takið fituna af og setjið í soðið.
Blandið í anís, te og majorame, sjóðið í 45 mín, mixið og sigtið.
Hrærið í 30g kalt smjör og gúmmíið.
Í öðrum potti sjóðið rjómann með safran og smá appelsínu.
Framreiðið súpuna með þeyttum rjóma með appelsínubörk og safran.
Meðlæti:
Snigla, kartöflu smjör Króketta ( smjör vafið í kartöflu og velt upp úr hveiti, eggi og brauðrasp)
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir





