Uppskriftir
Sniglasúpa með lakkrís
Innihald:
150 g sniglar í dós
1 stöng lakkrís
2 g anís fræ
3 g grænt te
2 greinar majorame
1 msk arapíu gúmmi (saltlakkrís)
40 g smjör
1 l hænsnasoð
2 msk sýrður rjómi
3 safran þræðir
salt og pipar
Aðferð:
Sjóðið upp á soðinu með lakkrís stönginni. Takið vökvann af sniglunum, svissið upp úr 10 g burre noisett (smjör sem er brætt þar til hnetu keimur kemur fram)
Takið fituna af og setjið í soðið.
Blandið í anís, te og majorame, sjóðið í 45 mín, mixið og sigtið.
Hrærið í 30g kalt smjör og gúmmíið.
Í öðrum potti sjóðið rjómann með safran og smá appelsínu.
Framreiðið súpuna með þeyttum rjóma með appelsínubörk og safran.
Meðlæti:
Snigla, kartöflu smjör Króketta ( smjör vafið í kartöflu og velt upp úr hveiti, eggi og brauðrasp)
Höfundur Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin