Vertu memm

Starfsmannavelta

Snædís kveður ION hótelið

Birting:

þann

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir þjálfari Kokkalandsliðsins tilkynnti á facebook að nú hefst nýr kafli í lífi hennar, en hún kveður ION hótelið sem staðsett er á Nesjavöllum við Þingvallavatn og við tekur starf í höfuðborginni. Hún er ekki tilbúin að segja frá nýja starfinu að svo stöddu.

Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður

Snædís

Snædís lærði fræðin sín á Sushi Social, Apótekinu og Hótel Sögu og útskrifaðist árið 2018. Snædís hefur víðamikla keppnisreynslu, en hún var aðstoðamaður Kokkalandsliðsins árið 2016 í pastry deildinni, keppti með Kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum árið 2020 og lentu í 3. sæti og var það í fyrsta skipti sem Íslenska Kokkalandsliðið komst á verðlaunapall.

Keppti með Kokkalandsliðinu á heimsmeistaramótinu 2018 sem haldið var í Lúxemborg. Snædís tók við Kokkalandsliðinu sem þjálfari í maí 2023 og nú á Ólympíuleikunum í byrjun árs hreppti liðið 3. sæti sem jafnaði árangur landsliðsins fyrir fjórum árum en þriðja sæti er besti árangur sem Ísland hefur náð á leikunum.

Snædís hreppti 1. sætið í keppninni Eftirréttur ársins 2018, 1. sæti í Arctic Challenge keppninni á Akureyri. Í keppninni um titilinn Kokkur ársins hefur Snædís náð 4. sæti árið 2019 og 6. sæti árið 2023.

Snædís var sæmd Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara árið 2024.

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir

„Það er alltaf erfitt að kveðja vinnustað sem maður hefur lagt hjartað sitt í og unnið með drauma teymi og mun svo sannarlega sakna þess að hitta allt fólkið mitt.

Að hlakka til að hitta staffið sitt er sjaldgæft en þarna var það á Ion.“

Sagði Snædís í tilkynningu.

Það verður spennandi að sjá hvað tekur við hjá henni og upplýsingar um það verður birt um leið og þær berast.

Fleiri fréttir af Snædísi hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið