Smári Valtýr Sæbjörnsson
Skemmtilegar, bragðgóðar og öðruvísi veitingar
Ferðakaupstefnan Mid-Atlantic sem haldin var í febrúar s.l. er stærsta ferðakaupstefna sem haldin er á Íslandi og er þetta í 23. skipti sem hún var haldin og hefur aldrei verið fjölmennari.
Kaupstefnan er haldin á vegum Icelandair til þess að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja og auka ferðamannastraum til Íslands, og hefur alla tíð byggst á leiðarkerfi Icelandair.
Alls voru 252 sýningarbásar settir upp í Laugardalshöllinni og í þeim fór fram um sex þúsund bókaðir fundir milli viðskiptaaðila.
Íslandshótel var að sjálfsögðu á staðnum og fengu fagmennina á Grand Restaurant til að útbúa veitingar fyrir Íslandshótel á Mid Atlantic sölusýningunni. Þegar kom að því að stilla upp kræsingunum þá var leitað eftir andagift í náttúru Íslands og þetta var útkoman.
Veitingarnar sem Vignir Hlöðversson yfirmatreiðslumaður og Ingibergur Sigurðsson bakarameistari buðu viðskiptavinum Íslandshótela upp á voru skemmtilegar, bragðgóðar og öðruvísi:
- Léttsteikt hreindýr með hreindýralifrarkæfu
- Léttreykt og hægelduð bleikja með límónu
- Sætir hraunmolar
- Hvítur Kahlúa draumur
- Grand súkkulaði með mjúkri fyllingu
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








