Uppskriftir
Rúgbrauð – Auðvelt og fljótlegt
Hráefni
1 dl vatn, volgt
50 gr pressuger eða 2 msk þurrger
4 dl súrmjólk, mysa eða sýrð undanrenna
2 msk hunang eða sykur
1 msk salt
2 tsk mulið kúmen eða 1 msk kúmen
1/2 kg gróft rúgmjöl
100-200 gr hveiti til að hnoða upp deigið
Aðferð
Setjið vatnið í stóra skál. Myljið pressugerið útí eða stráið þurrgerið yfir. Látið gerið bíða í 3-5 mínútur
Velgja súrmjólkina í heitu vatni og hrærið henni og hunanginu út í gerupplausnina.
Blandið saman rúgmjöli, salti og kúmeni og hrærið því smáttt og smátt útí vætuna. Sláið eða hrærið deigið og bætið nokkru af hveitinu út í. Látið deigið bíða á hlýjum stað og lyfta sér í 1/2 klst.
Hnoðið deigið þangað til það er sprungulaust. Deigið á að vera fremur stíft. Mótið deigið í 2 sívöl brauð, látið þau á smurða plötu eða kökumót. Penslið þau með volgu vatni og látið þau lyfta sér á hlýjum stað í allt að 1 klst.
Stingið með prjóni eða gaffli hér og þar í brauðið og bakið það neðarlega í ofni við 200°c í 1-1/2 klst. Penslið skorpuna með vatni 1-2svar meðan er verið að baka brauðið.
Látið brauðið á grind, breiðið yfir það og kælið í nokkrar klukkustundir áður en það er skorið.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati