Vertu memm

Uppskriftir

Rúgbrauð – Auðvelt og fljótlegt

Birting:

þann

Síld og rúgbrauð

Rúgbrauð hentar einstaklega vel með síld

Hráefni
1 dl vatn, volgt
50 gr pressuger eða 2 msk þurrger
4 dl súrmjólk, mysa eða sýrð undanrenna
2 msk hunang eða sykur
1 msk salt
2 tsk mulið kúmen eða 1 msk kúmen
1/2 kg gróft rúgmjöl
100-200 gr hveiti til að hnoða upp deigið

Aðferð
Setjið vatnið í stóra skál. Myljið pressugerið útí eða stráið þurrgerið yfir. Látið gerið bíða í 3-5 mínútur

Velgja súrmjólkina í heitu vatni og hrærið henni og hunanginu út í gerupplausnina.

Blandið saman rúgmjöli, salti og kúmeni og hrærið því smáttt og smátt útí vætuna. Sláið eða hrærið deigið og bætið nokkru af hveitinu út í. Látið deigið bíða á hlýjum stað og lyfta sér í 1/2 klst.

Hnoðið deigið þangað til það er sprungulaust. Deigið á að vera fremur stíft. Mótið deigið í 2 sívöl brauð, látið þau á smurða plötu eða kökumót. Penslið þau með volgu vatni og látið þau lyfta sér á hlýjum stað í allt að 1 klst.

Stingið með prjóni eða gaffli hér og þar í brauðið og bakið það neðarlega í ofni við 200°c í 1-1/2 klst. Penslið skorpuna með vatni 1-2svar meðan er verið að baka brauðið.

Látið brauðið á grind, breiðið yfir það og kælið í nokkrar klukkustundir áður en það er skorið.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið