Uppskriftir
Rúgbrauð – Auðvelt og fljótlegt
Hráefni
1 dl vatn, volgt
50 gr pressuger eða 2 msk þurrger
4 dl súrmjólk, mysa eða sýrð undanrenna
2 msk hunang eða sykur
1 msk salt
2 tsk mulið kúmen eða 1 msk kúmen
1/2 kg gróft rúgmjöl
100-200 gr hveiti til að hnoða upp deigið
Aðferð
Setjið vatnið í stóra skál. Myljið pressugerið útí eða stráið þurrgerið yfir. Látið gerið bíða í 3-5 mínútur
Velgja súrmjólkina í heitu vatni og hrærið henni og hunanginu út í gerupplausnina.
Blandið saman rúgmjöli, salti og kúmeni og hrærið því smáttt og smátt útí vætuna. Sláið eða hrærið deigið og bætið nokkru af hveitinu út í. Látið deigið bíða á hlýjum stað og lyfta sér í 1/2 klst.
Hnoðið deigið þangað til það er sprungulaust. Deigið á að vera fremur stíft. Mótið deigið í 2 sívöl brauð, látið þau á smurða plötu eða kökumót. Penslið þau með volgu vatni og látið þau lyfta sér á hlýjum stað í allt að 1 klst.
Stingið með prjóni eða gaffli hér og þar í brauðið og bakið það neðarlega í ofni við 200°c í 1-1/2 klst. Penslið skorpuna með vatni 1-2svar meðan er verið að baka brauðið.
Látið brauðið á grind, breiðið yfir það og kælið í nokkrar klukkustundir áður en það er skorið.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026